Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1964, Síða 24

Freyr - 01.01.1964, Síða 24
18 FRE YR Johannes Höie og Ilans Tilrem: HUSDYRLÆRE Á forlagi Gröndahl & Sön, í Osló, hefur verið gefin út 14. upplag af búfjárfræði þeirri, sem að ofan greinir, en það er bók, sem notuð er til kennslu við norska bún- aðarskóla og einnig ætluð bændum til gagns í búskap þeirra. Bók þessi hét upprunalega HOLTSMARKS HUSDYRLÆRE, er út kom árið 1897 í fyrsta sinn, en síðan hefur hún verið gefin út hvað eftir annað í endurbættu formi og stöðugt, að sjálfsögöu aðhæfð líðandi stund, strikað út það, sem talið er fyrnt eða ekki í samræmi við staðreyndir hvers tíma, og innfært í staðinn það, sem ný sannindi hafa talizt. Þessi útgáfa er hin sjötta í höndum ofangreindra höfunda, en það eru ekki þeir einir, sem að henni standa, heldur hafa kennarar í búfjárrækt við bændaskólana og farið höndum um hana hverju sinni, enda má víst öruggt telja, að fremri bók til kennslu við bændaskóla finnst naumast um Norðurlönd. Þetta er digurt verk og afbragðs vel grundvallað á staðreyndum. Bókin skiptist í kafla þá sem hér segir: Fyrst er örstuttur inngangur, þá kemur kafli um líffærafræði og lífeðlisfræði, síðan kynbótafræði og fóð- urfræði. Þá koma hinar einstöku greinar búfjárins í þessari röð: Nautgripir, hross, sauðfé, geitur, svín, alifuglar, kanínur, loð- dýr og býflugur, og að lokum eru töflur yfir efnamagn fóðurtegundanna, um með- göngutíma búfjárins o. fl. Mikil bók og gcð til þess, sem hún er snið- in, fyllir um 640 síður og í eru margar á- gætar myndir, er hvergi langorð — enda þannig gerð, að ráðunautar og kennarar geti betur túlkað efni hvers kafla ef þörf gerist þar sem bókin er notuð. Að sjálfsögðu er bók þessi sniðin við hæfi Norðmanna fyrst og fremst en meginmál hennar á víðar við, eða þar sem ræktun bú- fjár og meðferð þess er stunduð á_svipaðan hátt og gerist í Noregi. Þess má geta, að bókin er nú notuð við kennslu í búfjárrækt við Bændaskólann á Hólum og þykir til þess mjög handhæg, einkum vegna þess hve vel hún er kerfuð. Og hún á vissulega einnig erindi til þeirra bænda, sem vilja kosta kapps um að grafa til botns í grundvallaratriðum, sem þá varðar í hagnýtum hlutverkum búskapar- ins og hagnýtingu búfjárins. Bóksalar geta að sjálfsögðu útvegað bók þessa. Hún kostar 65 norskar krónur, eða tæpar 400 krónur íslenzkar. G. Ivar Johansson og Jan Rendel: ÁRFTLIGHET OCH HUSDJURSFÖRÁDLING Prófessor Ivar Johansson hefur um ára- raðir kennt erfðafræði og kynbótafræði við Búnaðarháskólann í Ultuna; hann er með- al þekktustu rithöfunda um þessi efni, og með honum hefur unnið, að ofangreindri bók, Jan Rendel, en LT, sem er bókaforlag sambands búnaðarfélaganna sænsku, hefur gefið bókina út. Bók þessi er 368 tölusettar síður í Freys- broti, prentuð á ágætan pappír, með fjölda ljósmynda og línurita, ásamt orðalista og tilvísun til bóka um kynbótafræði og erfða- fræði búfjár. í inngangsorðum segir, að það sé von höfunda, að bókin verði hagnýtt sem kennslubók við landbúnaðar- og dýra- kennslu háskólanna á Norðurlöndum, og sem handbók búfjárræktarráðunauta og kennara í búfjárrækt sé sé hún sniðin, og einnig fyrir starfandi dýralækna. Hún er ný af nálinni og flytur því boðskap um niðurstöður vísinda og tilrauna á þeim sviðum, er rammi hennar markar. Um með- ferð efnis má segja, að þar er vel hagrætt

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.