Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1964, Side 25

Freyr - 01.01.1964, Side 25
FRE YR 19 Fóðurþjófur í fjósinu Eftirlitsstarfsemi nautgriparæktarfélaga hefur verið virk um áratugi í grannlönd- um okkar, og hér á landi raunar einnig, eða í meira en 50 ár. Hún hefur ekki alls staðar verið mótuð í sama farveg en hlut- verk starfseminnar hefur þó verið eitt og hið sama: að stuðla að eflingu arðs meðal mjólkurframleiðenda. Um leið hefur starf- semin skapað grundvöll að kynbótastarf- semi svo sem einstaklingar eða samtök bænda hafa haft vilja og getu til. Eftirlitsstarfsemin hefur í eðli sínu verið hrein hagfræðistarfsemi og er svo enn, þótt að henni sé á ýmsa vegu unnið. Hún þjón- ar fyrst og fremst því hlutverki að fram- leiða mjólk á sem hagrænastan hátt. Svo sem vitað er hefur tilhögun starf- anna verið breytingum háð hjá okkur, og svo er einnig hjá öðrum, og ef til vill meiri annars staðar en hér gerist. Svíar eru nú að endurskoða starfsaðferðir sínar á þessu sviði og hyggja um leið að gefa starfsem- inni nýtt nafn. Þeir hafa frá upphafi notað nafnið: „kontrollföreningsverksamhet" og á síðari árum „kokontroll“, sem er miklu þjálla heiti, en þeim þykir þessi nöfn óþjál og heita nú verðlaunum fyrir nýtt nafn og ætla að verðlauna hið bezta með 500 sænsk- um krónum. Hér skal engin viðleitni gerð til þess að leita að nýju nafni á hliðstæðri starfsemi hjá okkur, en aðeins notað tækifæri til að undirstrika, að varla mun nokkur grein á svo sem vænta má úr höndum þaulæfðra kennara í þessum greinum. Búnaðarfélag íslands mun fúslega hafa milligöngu um útvegun bókarinnar frá for- laginu vegna þeirra, sem hana vildu eign- azt, og auðvitað geta búfjárræktarmenn, aðrir en ráðunautar og svo dýralæknar, haft gott gagn af arfgengis- og kynbótafræði þessari, sem skráð er á auðlesinni sænsku. H.P. teii ÞA$ ER FÓÍURÞJOFVIl íS&Zbz- i FJÓsiwu ea raw/v'? meiði íslenzks búskapar sýna meiri og betri árangur félagslegra athafna en einmitt innan þessa hlutverks. Það skal þá um leið undirstrikað, að starfsemin hér hefur svo að segja eingöngu rakið þræði hinna hagfræðilegu atriða, það er mjólkurmagns, fitumagns og fóðurnotk- unar, en látið liggja lítt eða ekki hreyfða þá, er varða litarhætti, byggingu og annað það, sem nær stendur lífeðlislög- málum og erfðaauðkennum, er móta skepn- urnar og gera þær samstæðari að útlitsauð- kennum svo sem lit og líkamshlutföllum. Myndin, sem hér með fylgir, er úr ritl- ingi, sem „Sænsk Búfjárhirðing“ hefur gef- út og sent mjólkurframleiðendum. Fóður- þjófarnr í hverju fjósi, hverjir eru þeir? Það eru auðvitað kýrnar, sem borga ekki fóðrið sitt eða með alltof litlum afurðum. Eru fóðurþjófar í þínu fjósi bóndi sæll?

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.