Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 5

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 5
 EFNI : Sveit og bær $/#/ f/ iil Þyngd haustlamba //r Sjálfstætt starf Búfj árræktarlögin LX. ÁRGANGUR — NR. 4. Júgurhlíf REYKJAVÍK, — FEBRÚAR 1964. Úr skýrslum nautgripa- ræktarfélaganna Kýr af hollenzkum stofni Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Halldór Pálsson, Pálmi Ein- Um kartöflurækt í Hollandi arsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. — Ritstjórn, af- greiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Molar Sími 19200. Áskriftarverð kr. 150,00 árgangurinn. Prentsmiðjan Edda h.f. Sveit og bær íslenzk þjóð hefur um meira en 10 aldir verið bændaþjóð off ekkert annað, því að þótt sjór væri stundaður og sjómennskan gæfi sumum meiri arð en fékkst af búskap, þá var fólkið búsett í sveitinni, bændurnir og vinnumennirnir stunduðu samtímis — eða til skiptis — sjó og landvinnu. Það er á síðustu 100 árum og þó aðallega allra síðustu tugina, sem bæir og þorp hafa vaxið og störf þar sérhæfst allt fram á þennan dag, en framan af var búskapur stundaður sem aukavinna og til framfæristryggingar af fjölda íbúa í þorpum og kaupstöðum um- hverfis landið. Þéttbýlið var myndað af fólki, sem flutti úr sveitinni, kunni öll bú- störf, hafði verið alið upp við skepnuhald og hélt tryggð við búfé. Þann dag í dag, í ört vaxandi bæ og borg eins og Kópavogur og Reykjavík eru, eru það margir „gamlir sveitamenn“, sem hafa haft og hafa enn nokkrar skepnur sér til gamans, í skúr við húsið eða svo nærri því sem leyfilegt er, jafnvel þó að til óþurftar þyki grönnum og þeim öðrum, sem telja sér þetta skepnuhald til mizka eða meins. Og stöðugt vaxa þorpin og verða að bæj - um, hér eins og í öðrum löndum. Og stöðugt eykzt sérhæfingin í atvinnuháttum svo að bóndinn er aðeins bóndi, sjómaðurinn að- eins sjómaður, bakarinn aðeins bakari, presturinn bara prestur og ekki bóndi sam- tímis eins og alla tíð hefur verið, og þannig með aðrar stéttir einnig. Með sérhæfingu er talið að afkastageta einstaklinganna aukizt, en því er ekki að leyna, að þekking og skilningur á aðstöðu og kj örum annarra stétta minnkar að sama skapi, og hætt er við að gil og gljúfur mynd- ist jafnvel milli granna, vegna skorts á gagnkvæmri þekkingu á högum og háttum. Á þennan veg myndast stundum lítt brú- anleg „vík milli vina og firðir milli frænda“, eins og gamla spakmælið segir. í nútíma þjóðfélagi, með stéttaskiptingu og atvinnuskiptingu svo sem raun er á, er þörf að brúa þessar víkur og firði, og með vaxandi firrð milli lífsviðhorfa þeirra, sem búa í sveit og bæ, verður þörfin á þessu hlut- verki auðsærri. Það eru til ýmsar leiðir, sem að því geta stuðlað að viðhalda skilningi og tengslum milli þeirra þjóðfélagshópa, sem búa í sveit og í kaupstað. Það er hægt með því að koma kaupstaðabörnum í sveit, eins og verið hefur, en sú aðstaða versnar þegar bæirnir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.