Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 14

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 14
68 FRE YR JÚGURHLIF Það er allt of kunn saga, að júgur- skemmdir, og einkum spenaskemmdir, stafa allt of oft af því, að kýrnar stíga hver á annarra spena eða júgur, merja þá og særa svo að af hljótast ígerðir og önnur mein. Þessi slys stafa jafnan af því að of þröngt er á básum, að þeir eru of hálir og svo er ein ástæðan sú, að júgur og spenar hafa stækkað að mun síðan menn hófu skipu- lagsbundnar aðferðir til þess að auka af- urðir kúnna, en það er alkunna, að nokk- urt samhengi er milli júgurstærðar og nytja kúnna — stórt júgur, mikil mjólk —- segja menn og er nokkuð um það þó að eigi sé það fast lögmál. Spenaskemmdir og júgurmein af völdum þess, að kýrnar stíga á þessi líffæri, eru algeng fyrirbrigði þar sem kýrnar eru hýst- ar og einkum þar sem of þröngt er, þegar þær liggja. Ýmissa ráða hefur verið leitað til þess að fyrirbyggja annmarka þessa og hafa flestir talið helzta ráðið að hafa básana nógu breiða. En það eitt dugar ekki og í hjarðfjósum er það mál utan gátta að ræða, en þar stíga kýrnar líka á júgur og spena. Nú hefur hollenzkur dýralæknir gert uppfinningu, sem hann telur því nær ó- brigðula vörn gegn þessum miska. Hann hefur gert eins konar „brjóstahald“ á kýrnar, — júgurhlíf gætum við kallað það á íslenzku, og telur að þar sé hin ágætasta vörn, svo að vart verði önnur betri fengin. Júgurhlíf hans er nælonnet, sem myndar eins konar poka, op hans snýr að kviði kýr- innar. Net þetta fúnar ekki þó að það vökni og þorni á víxl. Það styður júgrið og heldur því og spenunum hreinum, en það er að sjálfsögðu þýðingarmikið atriði og hreinlætisráðstöfun auk þess að það er vörn gegn traðki annarra gripa. í op júgur- hlífarinnar eru spenntar reimar, er ná upp yfir lend skepnunnar, sem ber hlífina. En er ekki tafsamt að losa þetta og setja á sinn stað? Nei, það er öðru nær, segir E. J. S. Bron, dýralæknir, sá er gert hefur uppfinningu þessa. Það tekur aðeins örfáar sekúndur að spenna hringjuna eða losa hana, segir dýra- læknirinn, og undir það taka þeir, er prófað hafa júgurhlífina, en útbreiðsla hennar í Hollandi kvað vera mjög ör. Sótt hefur verið um einkaleyfi á fram- leiðslu júgurhlífa af þessu tagi en ekki hef- ur verið tilkynnt opinberlega, hvað þær muni kosta. Hitt er líklegt talið, að þær verði í framtíðinni notaðar á síðjúgra skepnur, þær, sem hafa stór júgur og er því sérleg hætta búin ef traðkað er á þeim. Hveitiræktun Svía er minni nú en var um skeið og uppskera hveit- is þar í landi var lítil á síðasta hausti. Því olli meðal annars að sáð var í mun minna lands- svæði en áður og svo skemmdist mikið á ökr- um eftir sprautun og það hveiti var notað til fóðurs. Þess vegna er innflutningur hveitis til landsins mun meiri nú en verið hefur. Á hinn bóginn hefur byggræktun aukizt að mun síð- ustu árin og heimafengið kjarnfóður þannig vaxið að sama skapi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.