Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1964, Qupperneq 11

Freyr - 15.02.1964, Qupperneq 11
FRE YR 65 fjárræktarlaganna mælir fyrir um og heimtar. Málið var afgreitt með svofelldri ályktun: „Búnaðarþing ályktar að lýsa yfir því, að það getur ekki fallist á, að staðfest verði samþykkt sú, sem hér liggur fyrir á þing- skjali 8: „Um lausgöngu stóðhesta að sum- arlagi á heiðunum milli Blöndu og Mið- fjarðarvarnargirðingar, meðan ekki er um fullkomna einangrun að ræða.“ Ályktuninni fylgdi greinargerð og hljóðar 1. liður hennar svo: „Áin Blanda getur engan- veginn talist fullnægjandi vörn gegn sam- gangi hrossa, hvorki á heiðum eða í byggð, enda kemur það glöggt fram í bréfum þeim og vott- orðum, sem Búnaðarfélagi íslands hefur bor- izt frá þeim mönnum er æskja staðfestingar á umræddri samþykkt.“ Ályktunin var samþ. með 18 gegn 4 atkvæðum að viðhöfðu nafna- kalli. HESTFÆRAR HINDRANIR Það er rétt hjá höfundi greinargerðarinnar, að Blanda er hestfær, og eru það engin ný sannindi. ísland var byggilegt af þvi að árnar voru hestunum ekki ofraun. En Búnaðarþing virðist ekki hafa vitað, að fullorðnir stóðhest- ar yfirgefa aldrei hryssur sínar, til að sækja yfir slíkar hindranir, nema svo hagi til, að allur hópurinn fari þar yfir. Mun slíkt dæma fátt nema hindrunin liggi þvert á leið flokks- ins til afréttar. Það er og þekkt um allt land, að árnar eru notaðar sem varnir gegn sam- gangi búfjár — löngum með ágætum árangri og undantekningalaust alltaf hinar stærri ár, þegar stóðhestar eiga í hlut. Má í því sambandi spyrja: Er girt fyrir stóðhesta meðfram Horna- fjarðarfljóti, Kúðafljóti, Þjórsá, Hvítánum, Tungufljóti, Héraðsvötnum, Eyjafjarðará eða Skjálfandafljóti? Eg þori að svara þessu hik- laust neitandi, enda trúlegt að enginn bóndi sitji nú — né hafi setið — á Búnaðarþingi, sem léti sér til hugar koma að halda þessi ákvæði laganna við slíkar aðstæður. Skal því bent á eftirfarandi sem dæmi: Tveir bændur í Árnessýslu, — þeir Björn Er- lendsson í Skálholti og Sveinn Skúlason í Bræðratungu, — eiga báðir allstóra stóðhópa, hinar fegurstu hjarðir. Heimalönd beggja liggja í tungusporðum, sem takmarkast af ám á tvær hliðar. Gaddavírsgirðingar munu vera á norðurmerkjum beggja jarðanna. Að öðru leyti geta landamerki þessara býla „enganveg- inn talizt fullnægjandi vörn gegn samgangi hrossa", því trauðla munu Brúará eða Tungu- fljót taldar öruggari vörn en Blanda. Ef stjórn hestamannafélagsins Fákur liti lausgöngu stóðhesta jafn óhýru auga og stjórn Hrossa- ræktarsambands Norðurlands sumarið 1962, er trúlegast að Fákur smalaði saman veglegum flokki manna, sem svo væri sendur austur síðla dags, svo þeir gætu innt af höndum skyldur sínar að nóttu til. Þessar athafnir munu heyra næturverkum til. — Sendimennirnir gætu svo skilaö hestunum til Árna í Galtafelli, — hann er hreppstjóri þeirra Hrunamanna —, sem samkvæmt 36. gr. búfjárræktarlaganna „skal taka þá í gæzlu, og standa skil á sanngjarnri greiðslu vegna fyrirhafnar við handsömunina." Það kemur þessu máli ekkert við þótt enginn kvörtun hafi borizt um óskunda af völdum stóðhestanna á þessum býlum, og engin dæmi séu til þess, að stóðhestur, sem þar hefur dval- ið, hafi yfirgefið hryssur sínar, til þess að fara yfir þessar ár, hafi hann verið frjáls athafna sinna. En þessum athöfnum Fáks mundi óhætt að vísa til Hæstaréttar. Hann hefur ótvíræðan rétt, ef ekki beina skyldu, til að fella dóm sinn eftir beinum ákvæðum laganna. Og á- lyktun Búnaðarþings, sem áður er vitnað til, sker úr um það, hversu skilja beri þann þátt laganna, sem hún fjallar um. Þyrftu bændur að velta því fyrir sér, hvort margt af þeim lagaákvæðum, sem fjalla um hag þeirra og háttu, hvíli á slíkri glöggskyggni. Þetta verður að nægja um lögin. En freistað skal að gera heimanbúnaði málsins úr héraði nokkur skil. MÁLSSKJÖL TIL HÆSTARÉTTAR Haraldur í Gautsdal hefur góðfúslega lánað mér til yfirlestrar þau skjöl, sem sækjendur málsins lögðu fram í Hæstarétti. Vekja nokk- ur vottorð, sem þar eru, mesta athygli. Hið fyrsta, sem ég nefni, hljóðar svo: „Eg undirritaður votta hér með, að venju- legast kemur eitthvað af hrossum úr Austur- Húnavatnssýslu til stóðréttar í Staðarrétt. Á sl. hausti komu t. d. milli 30 og 40 hross úr Austur-Húnavatnssýslu til Staðaréttar í þriðju göngum. Hross þessi voru flest fullorðin og megin- þorri þeirra frá Gautsdal.“ 27,—1.—1963. Þess verður að vænta, að þeir, er gáfu þau vottorð, sem hér verða birt, virði til nokkurrar vorkunnar, þó nöfn þeirra verði ekki birt að sinni. Því mætti bjarga við síðar, ef þeir teldu sæmd sinni að mun borgnara með því.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.