Freyr - 15.02.1964, Page 10
64
FREYR
GUÐMUNDUR JOSAFATSSON:
BÚFJÁRRÆKTARLÖGIN
í dómssölum og reynd
Fáir munu koma fram í sölum útvarpsins,
er svo almennra vinsælda njóta af þáttum sín-
um sem Hákon Guðmunclsson, ritari Hæsta-
réttar, enda er það furðu margt, sem prýðir
þætti hans. Þeir eru á fögru máli, fluttir af
hugljúfri hlýju, og fjalla að jafnaði um efni,
sem flestum er forvitnilegt, því að lögin eru
vébönd þjóðlífsins.
Þáttur hans um „Stóðhestamál í dómsölum",
sem hann flutti í útvarpið 24. maí sl., og nú
hefur verið prentaður í „Hesturinn okkar“, —
síðasta jólablaði, — er þar ekki undantekning,
nema síður sé. Hákon segir þar: „í stað þess
að láta vopnin tala, eins og stundum átti sér
stað í hrossamálum hérlendis, er nú leitað til
dómstólanna og lögvísum skylmingamönnum
orðsins listar og rökvísi, falið að þreyta í dóm-
sölunum þá keppni, sem forfeður vorir háðu
áður með atgeir, spjóti eða kylfu á Jörfa eða
Bleiksmýr ar dal“.
Þessa lausn mála okkar munu flestir þakk-
látir fyrir, þó hjá því verði ekki komizt að
horfast líka í augu við vanhyggju löggjafans.
Lög nr. 54 frá 1957 segja svo í 36. gr:
„Óheimilt er að láta stóðhest ganga laus-
an í heimahögum eða á afréttum, nema
heimild til þess felist í lögum þessum.
Verði vart við slíkan hest, ber að hand-
sama hann og færa hreppstjóra, er skal
hafa hann í gæzlu og standa skil á sann-
gjarnri greiðslu vegna fyrirhafnar og kostn-
aðar við handsömun".
Hér virðist ástæða til að staldra við: í fyrsta
lagi gera lögin engan greinarmun á því, hvort
hesturinn gengur um í óþökk þeirra, er lands-
nytjum ráða, þar sem hann er tekinn, eða með
fullri vitund þeirra er með slík umráð fara
og óátalið jafnvel áratugum saman. 1 öðru
lagi staðfestir Hæstiréttur, sem ótvírætt lög-
mál, sjálftekið lögregluvald, sem er svo víð-
tækt, að full heimild virðist hverjum sem vera
skal til að inna þau löggæzlustörf af höndum
í hvaða þinghá sem vera skal og jafnframt
láta reka þau fyrir hvaða héraðsdómstóli, sem
þessum sjálfskipaða lögreglustjóra þóknast.
Honum er og heimilt val lögregluþjóna sér til
aðstoðar. Mun slíkt sjálfræði sjaldgæft að ís-
lenzkum lögum.
Hákon rekur í þætti sínum töku hests þess,
er málshöfðunin reis af. Hann var í bæði skipt-
in tekinn innan lögsagnarumdæmis Húna-
vatnssýslu. Engin húnvetnsk umkvörtun liggur
fyrir í þessu efni, — ekki einu sinni ósk um
athugun. Fyrir hendi er ekki ágizkun, — hvað
þá sönnun, — að hesturinn hafi nokkru sinni
stigið fæti á skagfirzkt land, enda munu engar
líkur benda til þess. Hefðu sækjendur málsins
trauðla legið á þeirri vitneskju, ef þeir hefðu
haft hana tiltæka, enda trúlega hampað grun,
ef til væri. Stóðhestar í eigu Haralds í Gauts-
dal hafa gengið á þessu landsvæði flestöll þau
35 sumur, sem hann hefur búið þar, alltaf óá-
talið, ■— jafnvel löngum í þökk þeirra, er þar
ráða löndum.
Á BÚNAÐARÞINGI
Hér kemur og fleira til álita. Gildandi búfjár-
ræktarlög hafa ákveðin fyrirmæli um, hversu
girðingar um stóðhesta skuli gerðar, svo lög-
legar séu. Þar eru engar undanþágur nefndar.
Sú gerð mun því sú eina, er dómstólar viður-
kenna. Þessa skoðun hefur Búnaðarþing stað-
fest mjög eftirminnilega.
Á Búnaðarþingi 1962 var „lagt fram erindi
sýslumannsins í Húnavatnssýslu um laus-
göngu stóðhesta, lagt fyrir af stjórn Búnaðar-
félags lslands.“ Þessu erindi sýslumannsins
fylgdi „samþykkt um lausgöngu stóðhesta að
sumarlagi á heiðunum milli Blöndu- og Mið-
fjarðarvarnargirðingar." Hafði hún hlotið að
fullu þá meðferð heima í héraði, sem 39. gr. bú-