Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 7

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 7
GUÐMUNDUR GÍSLASON: Þyngd haustlamba í Þingeyjarsýslum Á síðastliðnu hausti voru lömb óvenju léleg í sumum sveitum í Þingeyjarsýslum. — í sláturhúsunum á Húsavík og Kópa- skeri reyndist meðalfallþungi dilka um einu kg minni í haust en næsta ár á undan, sem var þó talin léleg útkoma, og hefur þyngd dilka farið minnkandi síðustu árin, svo sem tafla I sýnir. — Einna léttust munu lömbin hafa reynzt á sumum bæjum í lág- sveitum S-Þingeyjarsýslu og í Kelduhverfi. Tafla I Fallþungi dilka. Meðalþyngd árlega í 15 ár. Ar Húsavík Kópasker 1949 13,60 kg 13,88 kg 1950 15,44 — 16,88 — 1951 13,97 — 14,33 — 1952 14,02 — 14,92 — 1953 15,15 — 15,19 — 1954 13,15 — 13,46 — 1955 14,33 — 15,00 — 1956 14,45 — 14,36 — 1957 14,80 — 15,08 — 1958 14,35 — 14,84 — 1959 14,98 — 14,97 — 1960 13,86 — 14,40 — 1961 14,29 — 14,76 — 1962 13,49 — 14,26 — 1963 12,70 — 13,20 — Á þessum slóðum hefur talsvert borið á hægfara lungnabólgu í sauðfjárstofninum, sem oft veldur sýkingu í unglömbum. Lömb- in veikjast fárra vikna, sum með áberandi einkennum, svo sem hósta, hryglu og mæði við áreynslu. Jafnvel getur veikin komið fram sem létt hrygla eða snörl í nokkurra daga eða fárra vikna gömlum lömbum án þess að menn geri sér fyllilega Ijóst, að um sjúkdóm sé að ræða. Oft fer lömbunum sæmilega fram, ef veikin er á lágu stigi og sumum þeirra virðist greinilega batna, en mörg verða, engu að síður, áberandi rýr að haustinu. Þessi veiki hefur verið nefnd lungnakregða eða lambakregða. Þegar kvartað var um óvenjulega rýrð lamba í sláturhúsinu á Húsavík sl. haust, taldi ég rétt að fá úr því skorið, hvort lambakregða gæti átt sök á því. Jafnframt virtist vera möguleiki á því, að garnaorma- sýking, sem stöðugt eykst og magnast í sauðfé víða um landið, kynni að eiga sinn þátt í rýrð lambanna. Til þess að ganga úr skugga um þessi tvö atriði, sem hér hefur verið minnzt á, var safnað lungum og saursýnishornum úr slát- urlömbum á Húsavík frá bæjum, þar sem mikið þótti bera á lélegum lömbum og margir dilkar lentu í úrkasti við rögun kjötsins. Til þess að fá samanburð voru valin sýnishorn jöfnum höndum úr hverjum fjár- hópi, úr lélegum lömbum, sem lentu í úr- kasti, og vænum lömbum, sem náðu sæmi- legri eða góðri kjötvigt. í S-Þingeyjarsýslu fóru fram athuganir á líffærum úr 148 lömbum alls. Þau voru frá 5 bæjum á Tjörnesi (31), 5 bæjum í Reykjahverfi (29) og frá 14 bæjum í Aðal- dal (88). (Kristján Jóhannesson frá Klambraseli í Aðaldal sá um töku líffæra- sýnishorna í sláturhúsi á Húsavík).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.