Freyr - 15.02.1964, Side 12
FREYR
Framanritað vottorð er ódulbúin kvörtun
undan ágangi af fénaði Húnvetninga á af-
réttarlönd Skagfirðinga í Staðarfjöllum. Sú
kvörtun er vel umtalsverð og skulu henni því
gerð nokkur skil.
Hinn raunverulegi ágangur annarra héraða
í tilgreindar afréttir, verður bezt dæmdur af
þeim fénaði, sem fram kemur í fyrstu réttum.
Ef þær niðurstöður, sem fyrir liggja um þau
hross, sem fram hafa komið í fyrstu stóðrétt
að Stað undanfarin haust, virðist hugtakið
„venjulegast“ nokkuð rúmt í málfari höfundar,
því að sl. 11 ár hafa einu sinni komið fram
fimm tryppi veturgömul í fyrstu stóðrétt þar,
— tvö frá Enghlíðingum og þrjú frá Bólhlíð-
ingum. Er þá allt talið. Hafi margt komið fram
í síðari réttum, bendir það á svo slæleg fjall-
skil, að þeirri fremd er trauðla flíkandi. En
sagan um hrossin haustið 1962 er sönn. Þau
finnast í þriðju göngum, og alveg við merkin
milli sýslnanna. Merkjalínan er þarna örlítil
árspræna, sem trúlega fleytir þarna drjúgum
undir 190 sek./lítr. og sitrar þarna á allvíðum
eyrum. Og þau eru þangað komin af því að
forystan hafði verið tekin frá flokknum fyrr
um sumarið. En sú athöfn var ekki Haralds
sök. Þetta gleymdist, þegar vottorðið var gefið,
— og þó fleira til.
Síðan skilaréttin var færð af bakkanum á
móti Gautsdal — þar sem hún hafði staðið
50 ár — fram hjá Bólstaðarhlíð, mun hafa
komið fram h.u.b. ein kind úr Bólstaðarhlíðar-
hreppi í Staðarrétt móti hverjum 12—15 úr
Skagafirði í Hlíðarrétt, og mun þó ótalið það,
sem hefur þangað komið af þeim hluta Skaga-
fjarðar, sem Upprekstrarfélag Eyvindarstaða-
heiðar nær til. Skal þetta ekki rakið lengra og
þó að þessu viðbættu: í vottorðinu er kvartað
undan ágangi af völdum Haralds. Má þá jafn-
framt minna höfundinn á samskipti sveitanna
austan fjallanna við Gautsdalsheimilið. Þau
hjón hófu þar búskap vorið 1929. Skilaréttin, er
Skagfirðingar sóttu í hliðstæðar fjárbreiður og
nú koma úr Hlíðarrétt, stóð á bakkanum móti
Gautsdalsbænum til 1957. Öll þessi ár nutu
þeir, er hirða skyldu fénað austan yfir, að-
hlynninga, sem frægar voru að ágætum —
alltaf endurgjaldslaust, enda hefði greiðsla á-
reiðanlega ekki verið þegin þótt boðin væri.
Vita allir, að slík aðhlynning er því meira verð,
sem verr fellur um veðurfar. Nú er hið léttasta
af fyrir Haraldi og konu hans. Sýndist þeim,
er vottorðið gaf, þettá síðasta vonin til að
greiða honum svolitla þóknun fyrir samskipt-
in? Var honum þessi mynt tiltækust? Trúi ég
ekki að svo sé um alla sveitunga hans, og læt
honum því einum eftir sæmdina af vottorðinu.
En þetta er í fyrsta og eina skiptið, sem ég veit
til, að kvartað hafi verið undan ágangi úr
Bólstaðarhlíðarhreppi í afréttarlönd Skagfirð-
inga í Staðarfjöllum. Er það vel að þeim hef-
ur nú fæðst forystumaður, sem treystir sér til að
standa við þá kvörtun, og vonandi að hann
bresti ekki dug til forystu um að girða á merkj-
um. Ekki mun standa á Bólhlíðingum.
VOTTORÐIN
Fleiri vottorð voru lögð fram, og má benda
á þessi, sem sýnishorn.
1.
„Ég undirritaður votta hérmeð, að ég hefi
átt stóðhest, sem sýndi mikla illsku, sem m. a.
kom fram í því, að hann réðist á sauðfé og
limlesti það og drap. Réðist hann bæði á full-
orðið fé og unglömb og krafsaði þau til dauðs
með framfótunum “
26.-1.-1963
2.
„Eg undirritaður votta hér með, að hér á
heimilinu hefur verið stóðhestur, sem gerði
þann skaða, að hann lagðist á unglömb og drap
þau. Réðist hann að lömbunum og barði þau
til bana með framfótunum.“
26.-1.-1963
3.
„Eg undirritaður lýsi hér með yfir, að ég
hefi reynslu af því að láta allmarga stóðhesta
ganga lausa í mínu stóði.
Afleiðingin varð sú, að stóðhestarnir drápu
bæði nýköstuð og stálpuð folöld svo og tryppi.
Sem dæmi má nefna, að eitt vorið, fór ég til
Akureyrar og var burtu í þrjá daga. Á þessum
þremur dögum drápu stóðhestarnir folöld, ný-
köstuð og stálpuð, undan sex hryssum. Stað-
reyndin er því sú, að þar sem margir stóð-
hestar ganga lausir í stóði gera þeir oft mikinn
usla, eins og framanskráð dæmi sýnir.“
26.-1.-1963
4.
„Eg undirritaður lýsi hér með yfir, að ég
hefi átt rauðskjóttan stóðhest, sem sýndi mikla
illsku í því stóði, sem hann gekk með. Sýndi
þetta sig í því, að hann tók hryssurnar nýkast-
aðar og þvældi þeim til, þar til þær uppgáfust
og hann gat fyljað þær, hvort sem þær voru
í hestalátum eða ekki, og miklar líkur eru fyrir,
að hryssa hafi drepist af þessum orsökum.
Hestur þessi var orðinn 9—10' vetra þegar fór
að bera á þessum aðförum hans í stóðinu “
23.-1.-1963.