Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 6

Freyr - 15.02.1964, Blaðsíða 6
60 FRE YR stækka og sveitirnar minnka. Það er hægt með því að efna til viðræðufunda á líkan hátt og Stúdentafélag Reykjavíkur efndi til í Reykjavík, laugardaginn þann 9. febrúar sl., en sá fundur var haldinn í Lídó í Reykja- vík og þar munu hafa mætt allt að 400 manns úr sveitum og úr Reykjavík, en flest- ir þó úr borginni, bæði „gamlir sveitamenn" og svo þeir, sem hafa áhuga fyrir þjóðmál- um, því að ennþá eru þó mál landbúnaðar- ins talin til þjóðmála og verða svo vonandi framvegis þó að hópur þeirra, sem búskap stunda, sé síminnkandi þjóðarbrot. Umræðuefni dagsins, á nefndum fundi, var um landbúnaðinn á íslandi í dag. Það leyndi sér ekki, að hinn fjölmenni hópur, sem þar var saman kominn, hafði áhuga fyrir málefninu og eflaust mætti víðar í bæjum og þorpum landsins taka mál þetta til meðferðar og þannig veita þeim, sem í bæjunum búa, nokkra innsýn í þau verk- efni dagsins í íslenzkri sveit og málefnaleg viðhorf þar, sem eðlilegt er að hver þjóð- félagsborgari afli sér á einhvern hátt. Og það eru til fleiri leiðir, sem miðað geta að því að efla skilning og þekkingu gagn- kvæmt á þeim viðhorfum, er blasa við frá bæjardyrum hinna ýmsu stétta og hinna einstöku þjóðarbrota. Kynning á aðstöðu heimila og heimilishátta, uppeldis og menntunaratriða og menningarmála, sem tengd eru við heimilin í sveit og í bæ, þarf einnig að gerast gagnkvæmt. í öðrum löndum, þar sem fjörðurinn er orðinn breiður milli frænda og víkin víð- feðm vina í milli, hafa gagnkvæmar kynn- ingaraðferðir verið reyndar og þótt vel reynast er hópur húsmæðra úr borginni hefur dvalið á sveitaheimilum, ein kona á hverju heimili, svo sem viku tíma og þann- ig gefist tækifæri til að fylgjast með gangi starfsins og heimilislífsins í heila viku, og við eigin sjón og raun þannig fengið stað- fest, hvað gerist frá morgni til kvölds á heimili með allt aðra aðstöðu og allt annað umhverfi en hún þekkir heima hjá sér. Til þess að jafna metin hafa svo hús- mæður sveitanna fengið tækifæri til jafn langrar dvalar á heimilum í borginni og fylgzt þar með athöfnum við þröng húsa- kynni, þröngar götur og allt annað eins og það nú er í borginni, og þannig komizt í kynni við veruleikann eins og hann birtist þar í hversdagsönn og á hvíldarstundum. Það skal hér sagt, að fjarlægðin milli bæj afólks og sveitafólks í gömlum og grón- um erlendum borgum, er mun meiri en ennþá gerist hér á landi, firðirnir eru þar orðnir að flóum, en að hinu sama miðar í þjóðfélagi okkar, og ör sérhæfni í störfum styður að því að fjarlægðin vaxi. Því verður ekki betur séð en að hver sú viðleitni, sem sýnd er til þess að efla skilning og tryggja samúð milli stétta og milli þjóðarbrota, er búa við hin ólíku lífsskilyrði og ólíka stað- háttu, sé allrar virðingar verð og fremri skólahaldi sem menntunar- og menningar- auki. Það má að sjálfsögðu finna fleiri leiðir, en hér hefur verið á drepið, til þess að efla samúð, auka skilning og viðhalda vináttu milli einstaklinga og stétta í bæ og í sveit, en á þessu stigi máls eru hér nefndar þær, sem auðveldar eru í framkvæmd og væn- legar til árangurs, en þær eru þessar: 1. Umræðufundir í sveit og í bæ um mál- efni stéttanna. 2. Dvöl barna og unglinga í sveit og sveita- barna í kaupstöðum. 3. Gagnkvæmar heimsóknir húsmæðra í sveit og í kaupstað. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.