Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1964, Page 5

Freyr - 15.04.1964, Page 5
$$U7iadaA6/ad LX. ÁRGANGUR — NR. 8 REYKJAVÍK, APRÍL 1964. Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Halldór Pálsson, Pálmi Ein- arsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. — Ritstjórn, af- greiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200. Áskriftarverð kr. 150,00 árgangurinn. Prentsmiðjan Edda h.f. E F N I : Gleðilegt sumar Fosfóráburður Garðyrkjuþáttur Innvegin mjólk Sauðfjárslátrun og kjötmagn Vökvun Menn og málefni Súrefnisgjöf Gashverfill Molar Gleðilegt sumar Senn nálgast sumarmál og mun nálægt sumarkomu þegar þetta hefti FREYS kem- ur til lesendanna. Er því sjálfsagt að við- hafa hina fornu og nýju kveðju þjóðar okkar — bjóða gott og gleðilegt sumar. Við fögnum sumri, ef til vill meira en flestar aðrar þjóðir, það er hér skemmra en gerist með þeim þjóðum, er sunnar búa, bjargræðistími ársins, eins og sumarið hef- ur löngum verið nefnt og löngum hefur verið, er hér svo stuttur, að nota verður vel langdegistímann til að draga björg í bú. Með fjölbreyttari atvinnuháttum en fyrr gerðist er það minnkandi þjóðarbrot, sem mjög er háð sumri með afkomu sína, iðn- aður og verzlun getur blómgast jafnt hvort sem vetur er eða sumar, en stöðugt gildir það sem löngum hefur gerzt, gróandi vors- ins og eftirtekja sumarsins er sá fjársjóð- ur, sem lífið grundvallast á að verulegu leyti og búskapur að mestu leyti. Gott er einnig að fá góða vetur og sann- ast það vel að þessu sinni, þegar naumast er hægt að segja að nokkur vetur hafi komið. Miðaldra menn og aldnir vitna til þess, að fyrr hafi þeir lifað milda vetur svo sem eins og 1929 þegar hnaus var stunginn og strengir ristir á góu, efni þetta þurrkað og úr því hlaðnir veggir og heil hús reist. Þá var blíðviðri langtímum sam- an þegar að venju er frost og stórhríðar á landi okkar. En veturinn 1963—64 mun taka þeim öllum fram hvað veðurblíðu snertir. Það er gott við slíkt að búa en þó má ekki gleyma því, að ísland liggur á óbreyttu breiddarstigi og ekki skal miða fóðurforða á haustnóttum og aðrar athafn- ir við það, að öruggt hlýindaskeið sé að renna yfir land vort. Við þökkum mildan vetur og göngum mót sumri með dirfsku og dug til þess að byggja betur, efla og auka eftirtekju og bæta og fegra landið, allt þetta hleypir stoðum undir aukið mann- gildi og þjóðarþroska. Þökk fyrir góðan vetur. Gleðilegt sumar.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.