Freyr - 15.04.1964, Qupperneq 6
130
FRE YR
BJARNI HELGASON:
FOSFÓRÁBURÐUR
Tilraunir með mismunandi tegundir
Meðal tilrauna tilraunastöðvanna nteð áhrif fosfóráburðar liafa verið nokkr-
ar samanburðartilraunir með mismunancli tegundir fosfóráburðar. Langflestar
fosfórtegundir tilraunastöðvanna hafa þó verið með áhrif vaxandi magns fosfór-
áburðar á uppskeruna. I þeim tilraunum hefur þrífosfat langoftast verið notað
og í öllum áburðartilraunum, sem gerðar hafa verið eftir 1950.
Árið 1938 voru hafnar tilraunir bæði að Sámsstöðum og á Akureyri með
samanburð fosfóráburðartegunda. Samanburður var gerður á áhrifum steinfos-
fats, Thomasfosfats, Rhenania-fosfats, elektrofosfats og súperfosfats. Verður hér
stuttlega greint frá því helzta varðandi niðurstöður þessara tilrauna.
Á Akureyri var tilraun Nr. 3—38, þar sem samanburður var gerður á áhrifum
steinfosfats og súperfosfats. Tilraun þessi stóð aðeins í eitt ár, og sýndi súper-
fosfatið þá mikla yfirburði. Steinfosfatið er mjög torleystur og seinvirkur
áburður og er þessi niðurstaða því mjög eðlileg.
f annarri tilraun á Akureyri, Nr. 4—38, voru m. a. borin saman áhrif súper-
fosfats, Rhenania-fosfats, Thomasfosfats, en síðar er ,,elektrófosfat“ notað í stað
súperfosfats. í þessari tilraun virðast allar þessar áburðartegundir hafa svipuð
áhrif, nema Thomasfosfatið, sem yfirleitt reyndist lakast. Fyrstu 5 árin, sem
tilraunin stóð, fékkst ekki raunhæfur uppskeruauki með Thomasfosfati um-
fram liði, sem engan fosfóráburð fengu.
Að Sámsstöðum var gerður samanburður í tilraun Nr. 1—38 á súperfosfati,
steinfosfati, Rhenania-fosfati og kornuðu súperfosfati, en síðar er „elektrófosfat"
notað í stað súperfosfatsins. Fyrstu 4 árin reyndist Rhenania-fosfatið bezt, en
steinfosfatið lakast. Síðari 4 ár tilraunaskeiðsins varð ekki raunhæfur uppskeru-
munur milli Rhenania-fosfatsins og súperfosfatsins eða milli súperfosfats og
steinfosfats. Eigi að síður benda niðurstöður til þess, að Rhenania-fosfatið hafi
í heild reynzt bezt á tilraunaskeiðinu, en steinfosfat lakast. Þess ber þó að geta
í sambandi við þessa tilraun að Sámsstöðum, og eins þá, sem getið er hér á
eftir, að þær voru gerðar á landi, sem áður hafði verið ræktað og borinn í bú-
fjáráburður. Eítirverkanir frá lífrænum fosfórsamböndum kunna því e.t.v. að
ráða einhverju um takmarkaða raunhæfni milli áburðartegunda.
f tilraun Nr. 2—38 að Sámsstöðum voru borin saman áhrif súperfosfats,
Thomasfosfats og dobbeltfosfats og stóð sú tilraun í 5 ár. Enginn munur virt-
ist á áhrifum þessara 3ja tegunda. Þrátt fyrir mikinn uppskeruauka miðað við
liði, sem engan fosfóráburð fengu, reyndist sá auki ekki raunhæfur vegna til-
raunaskekkju. Tvö síðustu ár tilraunarinnar varð uppskeruauki raunhæfur um-
fram liði, sem engan fosfóráburð höfðu fengið, en mismunur milli tegunda var
hins vegar enginn.