Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1964, Page 13

Freyr - 15.04.1964, Page 13
FREYR 137 ins, virðist ekki heldur hægt að draga nokkra ályktun á hvern hátt hinar mis- munandi tegundir fosfóráburðar kunni að hafa áhrif á uppskerumagnið. SAMANDREGIÐ YFIRLIT. Niðurstöðurnar, sem fengist hafa úr þessari tilraun með samanburð fosfór- áburðartegunda, er hófst 1958, virðast mun minni en gera hefði mátt ráð fyrir í upphafi. Þessu veldur val tilraunalandsins, bæði á Akureyri og Sámsstöðum, en þar er um margra ára gamalt og ræktað land að ræða. Að Reykhólum hafa kalskemmdir og sáning fræs á ný í landið haft í för með sér ójafnari gróður en svo, að hægt sé að rekja til áhrifa mismunandi áburðartegunda. Ójafn gróður í tilraunalandinu torveldar líka túlkun á niðurstöðum frá Sámsstöðum. Að Skriðuklaustri er greinileg vísbending um, að þrífosfat reynist bezt, þá fertifos og nitrofos, en steinfosfat lakast. Eftirverkanir frá því óeðlilega mikla fosfórmagni, sem notað var alls staðar í upphafi, geta einnig valdið miklu um, hve lítill mismunur virðist vera milli sambærilegs magns af P2O5 í þrífosfati, fertifos og nitrofos og einnig steinfosfati á sumum stöðvanna. Niðurstaðan verður því sú, að í Ijósi ofangreindrar tilraunar er ekki enn hægt að draga fullkomnar ályktanir varðandi raunveruleg áhrif hinna fjögurra fosfóráburðartegunda á gróðurinn og gæði hans. ÖVI Úðunarkerfi ER ÓMISSANDl FYRIR ALLA ÚTIRÆKTUN Eina vörnin gegn kulda og þurrki. Eina tryggingin gegn uppskeru- bresti.— Má nota við áburðarúðun Leitið upplýsinga hjá einkaumboði DVI á íslandi: Landstjarnan h.f. Ingólfsstræti 18 — Reykjavík Símar 15945 og 15595

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.