Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1964, Page 14

Freyr - 15.04.1964, Page 14
138 FRE YR GARÐYRKJUÞATTUR Prometryn í mörg ár hafa s. k. arfaolíur veriö not- aöar með góöum árangri til illgresiseyðing- ar í gulrótum hérlendis. Olíurnar hafa spar- aö mönnum óhemju vinnu og fyrirhöfn við hreinsun og hirðingu gulrótargarða. Á s.l. ári reyndu nokkrir framleiðendur lyfið propasin (verzlunarheitið ,,Gesamil“) sem nýlega er farið að nota víða erlendis, og gafst þaö mjög vel. Gesamil er bæði fjöl- hæfara, þ.e.a.s. það grandar fleiri illgresis- tegundum, og ódýrara í notkun en arfa- olíur. Enn eitt illgresislyf, sem reynzt hefur afar vel í nytjagróðri innan sveipjurta,kom fram á erlendum vettvangi á síðastliönu sumri, og gat ég smávegis um það í hand- bók ’64. Sökum þess, að lyf þetta mun verða á boðstólum hér í vor, þykir rétt að geta þess nánar. Heiti verzlunarvörunnar er Gesagard, en hún inniheldur 50% af efninu Prometryn, sem er náskylt propasin og heyra flokki triazina til, en bezt þekkta lyfið í þeim flokki er simazin, sem mikið er notað til útrýmingar illgresis í trjákenndum gróðri. Prometryn er þungtuppleysanlegt úðun- arduft. Til þess að hindra of mikið botn- fall þess í dælum ,þegar úðað er, þarf því að hræra í því við og við. Prometryn verkar fyrst og fremst sem álunareitur, en svíður eða drepur einnig allverulega, sé því úðað á illgresi sem er komið upp. Sem álunareitur verkar það eins og propasin, þ.e.a.s. truflar koldioxyd- nám plantna og kemur í veg fyrir kolvetn- ismyndun þeirra. Sem álunareitur verkar prometryn betur þegar jarðvegur er rakur heldur en þurr, þó er lyfið ekki eins háð góðum jarðraka og propasin. Sé illgresi mjög spírað þegar úðað er, er mikið und- ir veðurlagi komið hvernig verkanir lyfs- ins verða. Að öllu jöfnu verkar lyfið betur sé hiti hár, og mótstöðuafl illgresis verður minna eftir vætutíð heldur en þurrkatíð (í þurrki myndast þykkari himna á yfirhnúð blaða). Yfirleitt er ráðlagt að nota frá 100—200 g af prometryn pr. 1000 m2; minni skammt- inn í sendinn jarðveg, stærri skammtinn í moldarjarðveg. Innan þessara marka hefur aldrei orðið vart skemmda á gulrótunum, annarlegs bragðs né uppskerurýrnunar. Lyfið bindst ekki lengi í jarðveginum, þó er það nokkuð háð veðurlagi, en yfirleitt er talið, að þess gæti í 3—10 vikur. Til þecs að ná jafnri og góðri dreifingu á lyfinu er talið að hœfilegt vatnsmagn sé 50—100 l á 1000 m2. Sé jarðvegurinn mjög þurr getur verið gott að vökva hann áður en prometryn er úðað. Gefið er upp að pro- metryn sé hægt að nota strax frá því að sáð hefur verið og þar til spírun er um garð gengin, en bezt hefur reynzt að úða rétt áður en gulrætur spíra (6—7 dögum áður). í þessu sambandi skal bent á að Norðmenn hafa nýlega tilkynnt að forðast beri úðun á þeim tíma sem gulræturnar eru að koma upp úr jarðvegsskorpunni, hinsvegar má að skaðlausu úða strax og kímblöð gulróta hafa breitt úr sér, sé þess talin þörf. Ge- sagard kostar hér kr. 58,40 pr. 50 g. Sé not- að 100 g af virku efni í 1000 m2 garðl., yrði verð á lyfinu kr. 233.60. Gúrkuspjald Gúrkur eru nú að byrja að berast í verzl- anir. Fyrstu gúrkur ársins voru skornar í gróðurhúsi í Hveragerði þann 9. marz, og þann 13. mun fyrsta sending þeirra hafa borizt til Sölufélags garðyrkjumanna. Þeim gróðurhúsabændum, er rækta gúrkur og lesa þennan þátt, skal bent á, að nákvæm aðgæzla í sambandi við hita, og þá sér í lagi næturhita, er þýðingarmikil gagnvart úthaldi og endingu plantnanna. Hár næt- urhiti örvar vöxt ofanjarðarhluta plantn- anna á kostnað róta. Óeðlilega hár hiti veldur því að stofnsproti gúrkna vex mjög hratt, og hliðarsprotar verða eftir á. Þar rem þannig er varið þarf því að lækka næt- urhitann nokkuð (1—3°). Lágur næturhiti örvar vöxt rótarkerfis aö vissu marki. Verði

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.