Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1964, Síða 16

Freyr - 15.04.1964, Síða 16
140 FRE YR vorar lengja, um tvo mánuði að minnsta kosti, vaxtarskeið þeirra jurta, sem undir þeim eru ræktaðar. Undir gróðurhlíf má raekta grænmefi og blóm, sem ekki þrífast a bersvaeði og svo er hún ágæt uppeldisstcð Pantið GRÓÐURHLÍ FAR nú! Blikksmiðja Breiðfjörðs Sigtúni 7 — Reykjavík — Síni 35000 > Það er staðreynd, að GRÓÐURHLÍFAR Tómatar Senn líður að því, að tómatplöntur byrji að blómgast á fyrsta klasa og þá ættu þroskaðir tómatar að fara að sjást 55—60 dögum þaðan í frá, ef tekst með frjóvgun. Frjóvgun á blómum er háð þeim skilyrð- um að: 1. Næg birta sé fyrir hendi. 2. Frjókornin séu þroskavænleg. 3. Að þau berist greiðlega yfir á stílinn. 4. Að þau geti spírað. Gott frjó verður aðeins til, sé þroskun blóma eðlileg, og ef hitinn er hæfilega hár (16—17°). Hár hiti getur þó verið hættu- legur fyrir vöxt plantna, ef birtan er léleg. Mönnum tekst misjafnlega a*ð tengja þessi tvö atriði saman svo vel fari. Góð setning, þegar blómgun byrjar snemma, er háð því að hitunarkerfi gróðurhússins sé af hæfi- legri stærð. Svo frjókornin geti auðveldlega borist yfir á stíl blómanna þarf að vera nokkuð þurrt í lofti, en til þess að þau geti spírað þarf loftrakinn að vera nokkuð hár. Til þess að stuðla að þessum skilyrðum er bezt að lofta nokkuð á morgnana án þess að loka um of fyrir hita. Um leið og frjóið rykast úr blómunum (athugið!) er úðað yf- ir plönturnar og gefið minna loft. Loftraka er nú haldið tiltölulega háum (60—80%) fram eftir degi með hæfilegri temprun á hita, lofti og raka. Þess verður þó að gæta, að loftraki sé ekki hár í húsum þegar kvölda tekur. Notkun gerfibíflugu til að hrista frjóið úr fræflum er ágætt, sömu- leiðis gerir þokudæla svipað gagn. Dugi ekkert af þessu, gagnar alltaf nokkuð að úða með hormónum. Yfirleitt gengur þó setning aldina vel þegar birta er orðin næg og dagar langir. Ó. V.H. '=É} jÉ"

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.