Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1964, Side 25

Freyr - 15.04.1964, Side 25
• » VOKVUN Það ber einatt til á vorin og snemma á sumrum að langvinn þurrkatíð tefur sprettu á tún- um og í görðum. Þá er oft þörf á vökvun og til þess er fullkom- inn tæknibúnaður nú fáanlegur. í nágrannalöndum okkar, nú á síð- ari árum, hefur orðið veruleg fram- för í framleiðslu og notkun tækja til vökvunar akurlenda. Áður fyrr var vatn látið seytla um ræktað land, en nú er þetta framkvæmt með dælum og regn- „kanonum“. Þrátt fyrir verulegan kostnað, sem þessum tæknibúnaði fylgir, telja bændur þar, að vökvun sé mjög þýð- ingarmikill þáttur, til aukningar á fram- leiðslunni og auknum afrakstri búanna. Útbúnaður til vökvunnar er mjög breyti- legur, allt frá því að vökvunarkerfi er sett upp fyrir stór akurlendi, sem hægt er að vökva allt samtímis, eða einfaldari kerfi þar sem aðeins hluti akursins er vökvað- ur í einu. Víða í Noregi, sérstaklega í fjalla- byggðum þar sem lítil úrkoma að vorinu háir sprettu verulega, eru til á hverju býli einfaldar og þægilegar regn-fallbyssur, sem notaðar eru til að vökva túnin. Sá útbúnaður, sem þarf til, er: Traktor, dæla og þægileg rör og að síðustu dreifara eða ýðir. Þar sem rafmagn er fyrir hendi getur verið hagkvæmt að hafa fasta raf- knúna dælu. Venjulega eru rörin úr alum- íni, eru þau mjög létt og vel meðfærileg unglingum. Hér á landi hafa ekki verið gerðar til- raunir til að rannsaka hvaða áhrif vökv- un hefur á grassprettuna. En víða hér á landi háir vatnskortur sprettunni, og þá sérstaklega getur úrkomuleysið að vorinu seinkað vexti gróðursins. Það er ekki óhugs- andi að það gæti verið hagkvæmt fyrir bændur á Norðurlandi að fá sér einfald- an vökvunarútbúnað. Með venjulegri regnfallbyssu er hægt að vökva all stórar spildur í einu, allt upp í einn ha. eða jafnvel meira, það fer eftir stærð dreifarans og þrýstingi vatnsins. Regnfallbyssan leikur á valsi og snýst í hringi og dreifir vatninu eins og um úr- komu væri að ræða. Verulegur munur er á vatnsmagni, sem byssurnar senda frá sér. Með regnbyssu frá DVI (Dansk Vand- ings Industri) geta afköstin komist upp í að jafngilda 14 mm. regni á klst. Norsk tilraun Á árunum 1955— 58 var framkvæmd til- raun á Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi þar sem gerður var samanburður á vökvun og ekki vökvun á ræktuðu beiti- landi. Ennfremur var rannsakað hvort misstórir N-skammtar hefðu nokkur áhrif á þennan samanburð. Meðal heildarúrkomu á Ási, yfir mán- uðina maí—ágúst, er 291 mm. Fyrsta ár tilraunarinnar rigndi mjög lítið, aðeins 144 mm. þessa 4 mánuði, en hin þrjú árin var úrkoman þó nokkuð fyrir ofan meðallag, 1956 var hún 84 mm. yfir, næsta ár 52 mm., og síðasta árið 38 mm. Tækið, sem notað var til vökvunar, afkastaði sem jafngilti 12 mm. úrkomu á klst. og í hvert skipti var vökvað milli 20—40 mm. Fyrsta sum-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.