Freyr - 15.04.1964, Side 26
150
FRE YR
arið var vökvað 6 sinnum, næstu tvö árin
var aðeins vökvað einu sinni, en síðasta
sumarið var vökvað tvívegis. Vökvað var
aðeins þegar úrkoma var lítil. Fyrsta sum-
arið jafngilti vökvunin 164 mm. regni.
Uppskera
Helmingur reitanna var sleginn, en á
hinn hlutann var beitt. Uppskera var veg-
in og efnagreind. Fyrsta árið fékkst að
meðaltali um 30 hestb. í uppskeruauka
fyrir vökvunina, af öllum reitum, sem
fengu jafnframt áburð. En að meðaltali
gáfu reitirnir, sem voru vökvaðir 7,2
hestb./ha. í uppskeruauka á ári, í þessi
fjögur ár, sem tilraunin stóð, fram yfir
reitina, sem ekki voru vökvaðir. Það virtist
ekki skipta máli hvort mikið eða lítið köfn-
unarefni var borið á reitina. Uppskera varð
að vísu meiri en munur milli vökvaðra og
ekki vökvaðra reita hélzt nokkurn veginn
óbreyttur.
Vökvunin hafði engin veruleg áhrif á
efnainnihald uppskerunnar, en þó var
heldur meira af steinefnum í sýnishornun-
H.f. Eimskipafélag Islan'ls
AÐALFUNDUR
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verð-
ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í
Reykjavík, föstuda.ginn 15. maí 1964 kl. 13,30.
Dagskrá samkvæmt 13. grein sam-
þykkta félagsins.
Tiilögur til breytinga á samþykktum
féiagsins samkvæmt niðurlagi ákvæða
15. gr. samþykktanna (ef tillögur
koma fram).
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 12.—
13. maí næstk. — Menn geta fengið eyðublöð
fyrir umboð til þess að sækja fundinn á að-
alskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er
eftir að ný umboð ag afturkallanir eldri um-
boða séu komin skrifstofu félagsins í hendur
til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fund-
inn.
Reykjavík, 25. marz 1964.
Stjórnin
>■
um frá vökvuðu reitunum, og var það fyrst
og fremst hærra kalsíum innihald.
Samkvæmt þessum norsku tilraunum er
hagnaðurinn öruggur af vökvun ef úrkoma
er lítil yfir vaxtartímann. Hvar markið er
verður erfitt að dæma en trúlegt er, að
ef úrkoma er undir 200 mm. yfir mánuð-
ina maí—ágúst fáist verulegur uppskeru-
auki fyrir vökvun. Með vatninu er hægt
að tryggja jafna sprettu yfir sumarið og
er það ekki þýðingarlítið þar sem kúm er
beitt á ræktað land.
Að sjálfsögðu ber að gera tilraunir með
vökvun hér á landi, þá sérstaklega á Norð-
urlandi.
Ennfremur er vitað, að uppskerumiklar
jurtir eins og fóðurkál borgar vel fyrir
vökvun. Kartöfluframleiðendur gætu einn-
ig haft gagn af að koma sér upp vökvun-
arbúnaði, því vökvun getur komið í veg
fyrir skemmdir af völdum næturfrosta.
A.G.
Lausar
ríkisjarðir
í næstkomandi fardögum verða
nokkrar rikisjarðir lausar til ábúð-
ar.
Upplýsingar um jarðir þessar eru
veittar í Jarðeignadeild ríkisins,
Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti —
3. hæð.
Landbúnaðarráðuneytið
v Æ