Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 5
FREYR
267
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
Nr. 11-12 — jún! 1966
62. árgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Utgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI EINARSSON
Ritstjórn:
AGNAR GUÐNASON
GÍSLI KRISTJÁNSSON
(ábyrgðarmaður)
Heimilisfang:
PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
Prentsmlðja Jóns Helgasonar
Reykjavík - Síml 38740
Rltstjórn, Innhelmta, afgrelðsla og
auglýslngar:
Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200
EFNI:
Uppskera og hungur
Dráttarvélar hf.
Kögglað kjarnfóður
Fyrning útihúsa
Heimilismjólkurtankar
Byggingar og búskapur
Varnir gegn kálmaðki
Grasflötin
Verkun gróffóðurs
Þjóðsögur, œvintýri og list
Molar
Uppskera og hungur
Þœr fregnir berast utan úr heimi, að hundruð milljónir
manna svelti heilu hungri og vannœring valdi ýmsum
veilum í hundruðum milljóna þar að auki.
Svona hefur þetta raunar ævinlega verið, um allar
aldir. Við fréttum bara meira en áður um hvað gerist
hinumegin á hnettinum, sími og útvarp segja frá hlutum,
sem engir aðrir en áhorfendur vissu um fyrr. Hitt er
annað mál, að fjölgun íbúa heimsins er ör og sjálfsagt
svelta fleiri en fyrr, en vafasamt að hlutfallstalan sé
hærri. Það var líka einu sinni, að ekki þurfti mikið að
bera út af með árferði á íslandi svo að sultur berði að
dyrum, og hungurdauði heimsækti fólk hér og þar. Þá
var þó miklu færra fólk á íslandi en nú. Norskar söguleg-
ar staðreyndir herma, að á sautjándu öldinni hafi mað-
ur einn í Kongsberg komið á skrifstofu fylkismannsins og
óskað þess að mega lífláta börn sín tvö, fjölskyldan hafði
af engu að nœrast og enginn var aflögufœr, sem hann
þekkti, fólk var vannært og vistalaust það sem hann
þekkti til, enda hrundi það niður úr hungri sum ár í
Noregi um þær mundir. Svona hefur þetta verið viða,
eins þegar miklu færra fólk byggði löndin en nú gerist,
en tœkni nútímans hefur snúið þessu alveg við. Þar sem
hún hefur verið gjörnýtt, svo sem er hér í Norðurálfu,
er nú matvendni ráðandi og matur að litlu metinn. Hann
safnazt fyrir og veldur vanda af ýmsu tagi. Á sama tíma
svelta heilar þjóðir, sem ekki hafa lœrt að nýta tæki og
tækni nútímans til þess að hraða hringrás efna þeirra,
sem nóg er af í jörðu og yfir henni og nœrt getur mörg-
um sinnum meira líf, en nú ríkir á þessum hnetti okkar.
Danski læknirinn og næringarfræðingurinn Hindhede
hélt því fram, að hver íbúi í hans landi gæti lifað og nærzt
af 100 fermetrum lands, að sjálfsögðu með því að lifa af
jurtafæðu eingöngu. Segjum bara að 5—10 sinnum þessi
landsstærð væri nær sanni. Og segjum, að heitari svæði
hnattarins gœti gefið talsvert meiri eftirtekju en fœst af
hverri flatareiningu í Danmörku, til þess þarf bara vatn,
áburð og svo mannlegt vit. Nýting náttúruauðævanna
ræður mestu um hvort fólk sveltir eða er ofnært. Því
skal spáð hér, að þegar íbúar íslands verða ein milljón
verði lifað hér miklu betra lífi en var þegar voru 60 þús-
undir og fólk dó úr hungri. G.