Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1966, Side 6

Freyr - 01.06.1966, Side 6
268 FREYR Búvéla-innflytjendur heimsóttir: IV. DRÁTTARVÉLAR! Fyrirtækið Dráttarvélar hf. var stofnað 15. marz 1949, af Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga, sem hlutafélag, því S.Í.S. gat ekki fengið urnboð fyrir Ferguson dráttar- vélarnar, þar sem það hafði umboð fyrir International Harvester. Til að hdlda báð- um umboðunum var þetta dótturfyrirtœki Sambandsins stofnað. Dráttarvélar hf. er sjálfstætt fyrirtæki, sem rekið er í anda sannrar samkeppni við alla aðra innflytj- endur landbúnaðarvéla og verkfæra. Fyrsti framkvœmdastjóri Dráttarvéla hf. var Hjalti Pálsson, en núverandi framkvœmda- stjóri er Baldur Tryggvason, en hann starf- aði áður hjá Samvinnutryggingum og sem fulltrúi Erlendar Einarssonar, forstjóra S.Í.S. Við rœddum lítillega við Baldur fyrstu dagana í maí í vor, um innflutning búvéla og ýmislegt fleira. — Hvað er margt starfsfólk hjá fyrir- tækinu nú? — Hjá okkur starfa um 20 manns, það er hér á aSalskrifstofunni, Suðurlandsbraut 6, varahlutalagernum á Snorrabraut 56 og á standsetningarverkstæðinu við Kleppsveg og svo í verzluninni í Hafnarstræti 23. — Er innflutningur á vegum fyrirtækis- ins ekki alltaf að aukast? — Jú, að sjálfsögðu, fyrirtækið er í stöð- ugum vexti, sem betur fer. Upphaflega var eingöngu um Ferguson dráttarvélar að ræða og hjálpartæki við þær, en síðan höf- um við fengið umboð fyrir ýmsa stóra og Baldur Tryggvason, framkvœmdastjóri. viðurkennda framleiðendur á ýmsum svið- um. — En hafið þið ekki verið með minni bú- vélar? — Nei, við höfum ekki verið með sér- hæfð verkfæri. Það er nú fyrst og fremst vegna þess, að við höfum ekki verið með lærðan starfsmann á þessu sviði, fyrr en nú, að til okkar réðist um síðustu áramót Þor- geir Elíasson, búfræðikandidat, svo að við stöndum vel að vígi með að hefjast handa og flytja inn fleiri tegundir búvéla og verk- færa.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.