Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1966, Page 10

Freyr - 01.06.1966, Page 10
272 FREYR Starfsmenn á varahlutalager. Frá v. Sig- urgeir Jónsson, Björn Jónasson og Ing- ólfur Sigurjónsson, afgreiðslustjóri. Þessi þrjú atriði hafa komið í veg fyrir eðlilega fjármagnsmyndun í varahluta verzluninni, sem hefur leitt til þess, að varahlutaþjónustan getur ekki orðið nægi- lega góð. Erfiðleikarnir eru miklu meiri hjá fyrirtækjum, sem verzla nær eingöngu með búvélar en hinum, sem eru með blandaða verzlun. Hjá okkur er sala búvéla og varahluta til þeirra um 70-80% af heildarsölunni. Það Karl Jónsson, hann sér um, að spjaldskróin sé rétt fœrS. ætti skilyrðislaust að leyfa hærri álagningu á varahluti í búvélar en í iðnaðarvélar og í bifreiðir. Ég tel að með þessu sé verið að hlunnfara bændur, miklu fremur en fyrir- tækin. Eins og er, þá rekum við varahluta- söluna með tapi. Það hefur í för með sér, augljósa erfiðleika, m. a. í samkeppninni um vinnuafl, sem aldrei hefur verið meiri en nú. Við höfum athugað þann möguleika að fá vélaframleiðendur til að hafa varahluti í tollvörugeymslunni, en það hefur ekki tekizt, og ekki er útlit fyrir að það muni takast, enda ekki hægt um vik fyrir þá. Ef bændur athuguðu það snemma á árinu hvaða hluti þyrfti að endurnýja í vélunum og sendu okkur pantanir eins snemma og tök væru á, þá mundi það auðvelda okkur mikið afgreiðsluna. Oft koma pantanir ekki fyrr, en á að fara að nota vélarnar, þótt vitað væri, að þær hefðu þurft endur- nýjunar við. Einnig eru pantanir mjög ó- ljósar, það vantar oft framleiðslunúmer dráttarvélarinnar, aðeins beðið um ákveðið stykki í Ferguson vél, keypta á þessu eða hinu árinu. Númer dráttarvélarinnar er á lítilli plötu fyrir neðan stýrið, ef þetta núm- er væri ávallt gefið upp, um leið og pantað er, mundi það spara okkur mikið erfiði og bændum vonbrigði. Við mundum vilja hafa þjónustuna miklu fullkomnari, t. d. tókum við fyrstir manna

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.