Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 14
276
FREYR
um fullblandað fóðurmjölið um leið og það
gengur í gegnum kögglunarvélina, sem
pressar það í gegnum hringlaga gataplötur.
Úr pressunni koma kögglarnir heitir og fara
í kögglalyftu inn í kæli og þaðan til af-
skekkjunarvélar. Kögglarnir eru 4.5 mm í
þvermáli, sem er hæfilegt fyrir varphænur,
en hægt er að minnka þá með því að láta þá
á leiðinni fara í gegnum sérstakan tætara.
Afköst kögglunarvélarinnar eru 5 tonn á
klst.
Að svo komnu er það aðallega varpfóðrið,
sem Mjólkurfélagið hefur byrjað að köggla,
en síðar kemur væntanlega einnig til greina
kögglun á fleiri kjarnfóðurtegundum. Verð
á köggluðu kjarnfóðri er um 5% hærra en
á mjöli. Talið er að nýting köggla sé um 10
% betri en fóðurmjöls.
Mjólkurfélag Reykjavíkur var stofnað ár-
ið 1917 og er því 50 ára á næsta ári. Eins og'
kunnugt er, var það brautryðjandi hér á
landi um mjólkurmeðferð og sölu á grund-
velli nýrrar hreinsunar- og gerilsneyðing-
artækni, en mjólkurstöð þess var reist 1920,
og önnur fullkomnari 1930. Árið 1930 kom
það einnig upp fóðurblöndunarstöð með
fullkomnum vélum eftir því sem þá var,
þótt nú sé önnur fullkomnari tækni tekin
við. Félagið er samvinnufélag, og eru félags-
menn þess bændur á svæðinu sunnan
Skarðsheiðar og vestan Hellisheiðar að
meðtöldum höfuðstaðnum. En annars hefir
það jafnan átt mikil viðskipti um allt land
og flestir landsmenn munu kannast vel við
það.
Stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykja-
víkur er Ólafur Bjarnason, Brautarholti, en
aðrir stjórnarmenn eru Jónas Magnússon,
Stardal, Erlendur Magnússon, Kálfatjöm,
Ólafur Andrésson, Sogni og Sigsteinn Páls-
son, Blikastöðum. Framkvæmdastjóri er
Leifur Guðmundsson.
Guðbrandur GuSmundsson, viS sekkjunarvélina. Hann hefur
starfaS hjó MR í 30 ór.