Freyr - 01.06.1966, Page 23
FREYR
285
Sláttur grasflatar einu sinni til tvisvar í
viku verður að teljast góð hirðing. Þess
skyldi þó gætt að slá ekki of oft þegar þurrt
er, ella þornar jarðvegur hraðar. Þegar
fyrsti sláttur hefst að vori, borgar sig að
stilla sláttuvélina nokkuð hátt (1—8), og
síðan smám saman lækka hana þannig að
hún slái í ca. 4 cm hæð frá yfirborði. Að slá
að staðaldri mikið sneggra, er til óbóta fyrir
grasrótina. Þegar grasflöt er oft slegin og
afklippan er stutt, sakar ekkert, þótt hún sé
látin liggja á flötinni, Sé afklippan löng eða
ef slegið er í vætu, er bezt að raka grasið
saman og fjarlægja það. Þótt borinn sé
áburður á grasflötina strax að vori, eins og
minnizt var í upphafi, er nauðsynlegt að
bera aukalega N-efni 2—3svar yfir sumar-
tímann þar sem grasflötin er slegin reglu-
lega og jafnvel mikið vökvuð að auki til
þess að halda henni í sem örustum vexti.
Góður N-áburður í þessum tilgangi er kalk-
saltpétur, eða þá kalkammonsaltpétur. Hóf-
legt magn á 100 m2 flöt er 2,5-3 kg í hvert
sinn, sé notaður kalksaltpétur.
Sé ekki um annað en Kjarna að ræða, þá
er hæfilegt að nota 1,0-1,4 kg. Rétt er að
vökva áburðinn vel niður (20-30 1 vatn m2),
eða gæta þess að bera hann á, þegar góð
skúr er í vændum.
í miklum þurrkum er nauðsynlegt að
vökva flestar grasflatir við og við, skal þá
vökvað vel í hvert sinn. Til vökvunar má fá
margvíslegar gerðir af handhægum dreif-
urum, sem settir eru framan á slöngur.
Nýsáning:
Ýmsir úti á landsbyggðinni munu vera með
lóð eða blett umhverfis húsið, sem ætlun-
in er að sá í nú á næstunni. Það er áríð-
andi að sá snemma á meðan nægur raki
er í moldinni; því jafnari og betri verður
þá spírun og byrjunarvöxtur. Það er enn-
fremur áríðandi að undirbúa svæðið und-
ir grasflötina vandlega. Að góðum undir-
búningi býr grasflötin lengi. Mjög marg-
ir kasta allt of mikið til höndum við þetta
verk, þar eru ekki sízt sumir faglega
lærðir menn brotlegir.
Það, sem í fyrsta lagi þarf að athuga
áður en nýsáning hefst, er, hvort þörf sé
á framræslu. Þegar gengið hefur verið frá
því verki, er næst að hreinsa burt steypu-
rusl og önnur óhreinindi, sem kunna að
vera á stykkinu. Oft er mikið um slíkan
úrgang umhverfis nýbyggingar, og mjög
óheppilegt að fá hann saman við gróður-
mold. Þurfti að flytja gróðurmold á stykk-
ið, er það fyrst vandlega jafnað, moldin
losuð t. d. með herfi. Þetta verk er mjög
nauðsynlegt þar sem jarðvegur hefur press-
azt saman með ýmsu móti. Að þessu loknu
má hefja þann moldarflutning á svæðið,
sem nauðsynlegur er talinn.
Fyrir gras þarf gott gróðurmoldarlag að
vera a. m. k. 20 cm þykkt. Sé gróðurmoldin
efnasnauð, verður að bera í hana næringar-
efni eftir því sem þörf þykir. Margir forðast
notkun búfjáráburðar við grasflatagerð
vegna aukinnar illgresishættu. Slíkt kann í
sjálfu sér að vera í lagi, hins vegar leikur
ekki nokkur vafi á því, að sé jarðvegur mjög
dauður, verður hann fyrr frjósamur af
búfjáráburði heldur en tilbúnum áburði
eingöngu. Með 400—600 kg af gömlum gerj-
uðum búfjáráburði pr. 100 m2 ásamt 6—10
kg af garðáburði ætti þörfum gróðursins í
flestum tilfellum að vera fullnægt fyrst í
stað. Áburðurinn þarf að blandast vel sam-
an við moldina, þegar vinnsla hennar er
framkvæmd. Sé jarðvegur torfkenndur og
talinn súr, er í flestum tilfellum einnig nauð
synlegt að bera í hann eitthvað af kalki;
50—100 kg af skeljakalki á 100 m2 getur ekki
sakað. Eftir að vinnslu er lokið, sem vanda
þarf sérstaklega vel til, er næst að troða
svæðið eða valta það eða dældir í jarðveg-
inn síðar meir, þannig að ekki komi fram
missing. Hér verður umfram allt að geta
þess, ef notaður er valtari, að pressa ekki
jarðveginn of mikið saman. Sé svæðið lítið,
er einfaldast að troða það með hælunum, á
hinn bóginn er það töluvert verk, sem fæst-