Freyr - 01.02.1968, Qupperneq 16
Menn og málefni
AXEL VALGARÐ MAGNÚSSON, áSur kennari viS GarSyrkju-
skóla ríkisins aS Reykjum í Ölfusi, hefur veriS ráSinn garSyrkju-
ráSunautur hjá Búnaðarfélagi íslands frá 1. nóv. s. I. Eru þá tveir
ráðunautar í garðyrkju starfandi hjá félaginu. StarfssviS Axeis
verður fyrst og fremst ylræktun í gróðurhúsum.
Axei Valgarð er 45 ára, fæddur 30. sept. 1922 að Hofsósi í Skaga-
firði, en fluttist til Reykjavíkur ári síðar, þar sem hann ólst upp
og gekk í skóla.
Axel hóf garðyrkjunám viS gróðrarstöS Garðyrkjuskólans
haustið 1939; að afloknu gagnfræðaprófi þá um vorið vann hann
og við gróðrarstöðvar austanfjalls.
Burtfararprófi frá Garðyrkjuskólanum lauk Axel vorið 1943.
Um skeið vann hann síðan við garðyrkju í Mosfellssveit og gerð-
ist að lokum verkstjóri í garðyrkjustöð Garðyrkjuskólans. í
byrjun árs 1947 sigldi Axel til Danmerkur og vann um tíma við
gróðrarstöð þar og síðan í grasagarði Búnaðarháskólans í Kaup-
mannahöfn. Þann 1. sept. sama ár hóf hann nám í garðyrkju við
Búnaðarháskóiann og lauk kandidatsprófi vorið 1950. Réðizt þá
strax sem kennari við Garðyrkjuskólann á Reykjum og gegndi
þeirri stöðu samfieytt fram til októberloka 1967. Sumarið 1953
kynnti Axel sér rannsókna- og leiðbeiningarstörf víða erlendis
og veitti síðan forstöðu jarðvegsrannsóknaþjónustu fyrir garð-
yrkjubændur á vegum Garðyrkjuskólans.
Axel gegndi stöðu skólastjóra Garðyrkjuskólans í nær VA ár, árin 1957 og 1958, í veikindaforföllum
Unnsteins Ólafssonar þáverandi skólastjóra. Haustið 1966 hvarf Axel af landi burt í eins árs fríi. Stund-
aði hann þá framhaldsnám við garðyrkjudeild Tækniháskóians í Hannover og starfaði síðan að tilrauna-
málum við Statens Væksthusforsög, Virum í Danmörku og ferðaðist mikið um þessi lönd svo og Holland,
Noreg og Svíþjóð, og kynnti sér rannsóknir og nýjungar á vettvangi garðyrkju.
GRÉTAR JÓHANN UNNSTEINSSON, var skipaður skólastjóri
við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölufsi þann 1. júlí
1967, en áður hafði hann verið settur skólastjóri á sama stað
í 8 mánuði, eða frá 1. nóv. 1966.
Grétar Jóhann er fæddur að Reykjum í Ölfusi 5. nóv. 1941,
en hann er sonur Unnsteins heitins Ólafssonar skólastjóra
Garðyrkjuskólans, sem var Húnvetningur að uppruna.
Grétar Iauk stúdentsprófi við máladeild Menntaskólans að
Laugarvatni vorið 1961 og prófi í forspjallavísindum frá Há-
skóla íslands vorið 1962. Grétar sigldi síðan utan og stundaði
nám í garðyrkju við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn
árin 1962—1966 og Iauk kandidatsprófi þaðan vorið 1966. Sem
aðalfag á síðasta hluta námstímabilsins valdi Grétar sér garð-
plöntuuppeldi og hafði þar sem aðalviðfangsefni: Frostþol og
frostverndun hjá trjám og runnum með sérstöku tilliti til ís-
lenzkra aðstæðna. Grétar hefur starfað við bú og garðyrkju-
stöð Garðyrkjuskóla ríkisins í flestum sumarfríum, frá því að
hann náði aldri til að vinna á meðan hann var í föðurhúsum.
Ennfremur hefur hann unnið að sveitastörfum í nokkur sum-
ur á Norðurlandi.
Freyr vill hér með bjóða báða þessa starfsmenn hjartanlega
velkomna inn á þeirra nýju starfssvið.
72
F R E Y R