Freyr - 01.02.1968, Síða 4
GUNNAR GUÐBJARTSSON:
um gang VERÐLAGSMÁLA LANDBÚNAÐARINS
haustið 1967
Inngangur
Að þessu sinni hefur verðlagning búvöru
tekið lengri tíma en nokkru sinni áður, síð-
an lögin um Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins tóku gildi árið 1947.
Það má segja, að vinna við verðlagningu
hafi verið samfelld frá því um 20. ág. til
20. des.
Eins og venja hefur verið undanfarin ár,
var aflað margvíslegra upplýsinga, svo sem
um rekstursniðurstöðu úr skattskýrslum
bænda fyrir árið 1966, svo og niðurstöðum
búreikninga, ennfremur skýrslna um þróun
tekna viðmiðunarstéttanna á sama ári svo
og um breytingar tímakaups. Þá gaf Hag-
stofa íslands upplýsingar um magn þess
kjarnfóðurs og áburðar, er selt var í land-
inu á s.l. ári, um búfjárfjölda, svo og um
verðlagsbreytingar á rekstrarvörum land-
búnaðarins.
Niðurstaða úrtaksskýrslna um búrekst-
ur bænda fyrir árið 1966 sýndi, að meðal-
búið vantaði um kr. 65.000,00 í brúttótekj-
urnar, miðað við verðlagsgrundvöllinn, sem
ákveðinn var þá, en um kr. 72.000,00 á
nettótekjur bændanna, þó ekki sé tekið
tillit til vaxta af stofnfé (bæði eigin fé og
lánum) né heldur til afskrifta af útihúsum.
Þetta er miklum mun lakari niðurstaða,
en varð árið á undan. Yirðist skýringin á
lækkun brúttóteknanna vera sú, að afurðir
urðu með minnsta móti, garðrækt brást
nær alveg, sláturfé var með rýrasta móti
og mjólk nokkru minni en árið áður. Auk
þessa mun einhver lækkun hafa orðið á
útborgunarverði, bæði vegna verðfalls á
ull, gærum og hlunnindavörum og vegna
minni fjárhagsgetu mjólkurbúa og slátur-
leyfishafa til að greiða út verðið, jafnóð-
um og varan kemur til sölumeðferðar.
Þar veldur nokkru um vaxandi birgðasöfn-
un, vegna sölutregðu á sumum vöruflokk-
um, og þó að mestu vegna tregðu á að fá
rekstrarfé að láni í bönkum.
Lækkun nettóteknanna er í beinu sam-
bandi við lækkun brúttóteknanna og til
viðbóta kemur aukinn tilkostnaður vegna
aukinnar kjarnfóður- og áburðarnotkunar
á árinu. Samkv. upplýsingum Hagstofu ís-
lands hefur kjarnfóðurnotkun og áburðar-
notkun vaxið ár frá ári að undanförnu og
meir en nemur framleiðsluaukningu sbr.
upplýsingar frá aðalfundi Stéttarsambands
bænda s.l. sumar.
Aukning áburðar hefur verið 10—12% ár-
lega, en aukning kjarfóðurnotkunar meiri,
mismunandi eftir árferði og á síðasta ári
44% miðað við árið áður.
Launatekjur viðmiðunarstéttanna höfðu
hækkað yfir 22% á árinu 1966 og meðal-
taxtar höfðu hækkað um tæp 20%.
Samkv. breytingum þeim, sem gerðar
voru á framleiðsluráðslögunum á árinu
1966, átti í haust að ákveða vinnumagn við
búvöruframleiðslu og verðleggja vinnuna
60
F R E Y R