Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1968, Side 17

Freyr - 01.02.1968, Side 17
GUÐMUNDUR GÍSLASON: CArnnveiki í Lundnrreifkjadnl Garnaveiki barst í féð á Skálpastöðum í Lundarreykjadal fyrir um það bil átta ár- um eða einhvern tíma á árinu 1959. Ekki er vitað, hvernig smitið barst þangað, en líklegast er, að það hafi verið með flutn- ingstæki eða varningi úr Mýrahólfi. Veikinnar varð fyrst vart á Skálpastöð- um seint á árinu 1962. (1). Féð var blóðpróf- að fyrir garnaveiki (2, 3), fylgzt allná- kvæmlega með heilsufari þess og grunsam- ar kindur drepnar jafnóðum og þeirra varð vart, en loks var öllu fénu slátrað haustið 1963. Garnaveiki fannst alls í 52 kindum á Skálpastöðum eða í 15% af fullorðna fénu. Haustið 1962, 26. október, skömmu áður en veikin fannst og var staðfest, var garna- veikur hrútur frá Skálpastöðum á hrúta- sýningu á Kistufelli í Lundarreykjadal, en hann drapst mánuði síðar úr garnaveiki. Frá þessari hrútasýningu, sem stóð að- eins yfir í fáar klukkustundir, virðist mega rekja garnaveikismit í fé á þrjá bæi í Lund- arreykjadal, að Kistufelli, Krossi og Odds- stöðum (annað býlið, sjá nánar síðar). Fyr- ir mestu smiti varð féð á Kistufelli, en sýn- ingin var haldin þar í fjárhúsunum. í maímánuði 1964 voru þrír af sýningar- hrútunum orðnir fárveikir af garnaveiki. Það voru Freyr, þá orðinn 4 vetra, frá Kistu- felli, Glæsir 5 vetra frá Krossi og Garpur 3ja vetra frá Oddsstöðum. Veiku hrútarnir voru þegar drepnir og bæli þeirra hreinsuð eins vel og unnt var og síðar fjárhúsin. Jafnframt var féð á þess- um bæjum blóðprófað fyrir garnaveiki, til að leita að smituðum kindum, og hefir því starfi haldið áfram annað slagið síðustu árin. Það kom í ljós haustið 1964, að ær á Kistufelli höfðu einnig smitazt, að því er virtist „úr húsunum“ eftir hrútasýninguna 1962. Veikin hafði þannig náð að magnast í fénu á Kistufelli þrátt fyrir hreinsunarað- gerðir og slátrun á grunsömu fé. í ánum á Krossi og Oddsstöðum hefir ekki enn fundizt garnaveikitilfelli, og er sýnilegt, að þar hefir betur til tekizt. Þetta er í fullu samræmi við þá staðreynd, að meðgöngutími garnaveikinnar er venju- lega um það bil D/2 ár. Hrútarnir frá Krossi og Oddsstöðum, sem smituðust á sýning- unni í októberlok 1962, voru því aðeins um það bil að byrja að smita frá sér, þegar veikinnar varð vart og varnarráðstafanir hafnar. Á Kistufelli hafði féð haft mögu- leika til að smitast frá því veturinn 1962— ’63 eða hálfu öðru ári lengur. Á árunum 1938 og 1939 fóru fram all- ýtarlegar athuganir á því, hvernig garna- veikin hafði magnazt fyrstu árin í fénu á Hæli og Hólum, meðan hún var óþekkt og engum vörnum varð við komið. (4). Síðar hefir einnig í nokkrum tilfellum gefizt tækifæri til að staðfesta, við niðurskurð heilla fjárhópa, hve mikið hafði sýkzt af fé eftir að ákveðið árabil var liðið frá því smit barst fyrst í hjörðina, (1). Þannig hef- ir þegar fengizt talsverð reynsla á því hér á landi, hve ört garnaveiki magnast í fénu, ef engar varnarráðstafanir eru gerðar. Á Hæli í Gnúpverjahreppi virtust um 15% af fénu hafa veikzt innan 4 ára og um 30% af ásetningsfénu var garnaveikt 5 árum eft- ir að smitið barst fyrst í hjörðina. Á Hólum í Hj altadal var sýkingin örari. Þar var áætl- F R E Y R 73

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.