Freyr - 01.02.1968, Qupperneq 5
eftir kaupgjaldstöxtum verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna. Af þeim ástæðum
fóru fram á árunum 1966 og 1967 mælingar
á vinnu við ýmis bústörf og átti að hafa
þessar mælingar ásamt vinnuskýrslum bú-
reikninga til hliðsjónar við ákvörðun
vinnumagnsins í haust.
Aðalfundur Stéttarsambandsins var hald-
inn dagana 2.—4. sept. s.l. Stjórn Stéttar-
sambandsins þótti rétt að draga að leggja
tillögur sínar um verðlagsgrundvöllinn
fyrir sexmannanefnd, þar til fundurinn
hefði sagt sitt álit um meðferð málsins.
Tillögur um verðlagið og meðferð þeirra
Fulltrúar framleiðenda lögðu sínar tillögur
því fram í sexmannanefnd 5. sept. Þeir
reyndu með þeim að ná upp því, sem á vant-
aði í framleiðslukostnaði samkv. rekstrar-
niðurstöðum ársins á undan og þeim af-
urðamismun, er þá var sýnilegur, þó mið-
að við meðaltal 5 ára, svo og það, sem á
vantaði að bóndinn og skyldulið hans fengi
kaup í samræmi við aðrar stéttir, miðað
við vinnumagn búreikninga á meðalbúi
og kaupgjaldstaxta í Reykjavík á fyrsta árs-
fjórðungi 1967.
í þessum tillögum fólst því veruleg hækk-
un á búvöruverði frá því, sem verið hafði.
Fulltrúar neytenda tóku sér frest til að
athuga tillögurnar og vildu ekki koma með
gagntillögur fyrr en fyrir lægju niðurstöð-
ur vinnumælinganna. En uppgjör þeirra
dróst óeðlilega og var ekki tilbúið fyrr en
22. sept. Þegar þær lágu fyrir og höfðu
verið ræddar, kom í Ijós, að fulltrúar neyt-
enda vildu engu breyta til hækkunar á
verðlagi og töldu, að verðstöðvunarlögin
heimiluðu ekki neinar verðlagsbreytingar.
Fulltrúar framleiðenda skírskotuðu bæði
til 4. gr. framleiðsluráðslaganna um rétt
bænda til að hafa sambærilegar tekjur við
aðrar stéttir og til skýrslna um tekjur
bænda og viðmiðunarstéttanna fyrir s.l. ár,
sem sýndu, að viðmiðunarstéttirnar höfðu
um það bil tvöfaldar tekjur á við bændur.
Jafnframt töldu þeir, að í verðstöðvunar-
lögunum væri heimildarákvæði um óhjá-
kvæmilegar verðbreytingar, sem skylt væri
að nota, þegar svo stæði á eins og hér væri.
Eftir allmikið þjark var málinu vísað til
sáttasemjara ríkisins. Fyrsti fundur með
sáttasemjara var haldinn 26. sept. Þá gaf
hann fulltrúum neytenda vikufrest til að
gera tillögur af sinni hálfu. Hinn 6. októ-
ber voru þær lagðar fram. Þær fólu í sér
verulega lækkun afurðaverðs til bænda.
Þá þótti fulltrúum framleiðenda sýnt, að
enginn samningsgrundvöllur væri fyrir
hendi. Sáttasemjari reyndi þá miðlun á
þeim grundvelli, að verðlag yrði óbreytt
frá fyrra ári. Þeirri tillögu var að sjálfsögðu
hafnað. Málinu var þá vísað til úrskurðar
í yfirnefnd 11. okt.
Jafnframt því, að ágreiningur kom fram
um gerð sjálfs verðlagsgrundvallar, varð
ágreiningur um hvernig skrá skyldi ullar-
og gæruverð til bænda. Eins og kunnugt
er hafði verð þessara vara lækkað mjög
mikið erlendis og taldi Samband ísl. sam-
vinnufélaga, að erlend sala gæti aðeins skil-
að kr. 8,30 pr. kg ullar og 19,96 pr. kg gær-
anna. Fulltrúar framleiðenda gerðu þetta
að sínum tillögum um þetta efni, en fulltrú-
ar nevtenda lögðu til, að verð þessara vara
yrði óbreytt frá fyrra ári, þ. e. 33,00 kr. pr.
kg gæranna og 25,00 kr. pr. kg ullar. Þessu
atriði var líka vísað til úrskurðar yfirnefnd-
ar.
Skipun yfirnefndar og störf hennar
Framleiðendafulltrúar völdu Inga Tryggva-
son, bónda á Kárhóli, af sinni hálfu í yfir-
nefndina. Fulltrúar neytenda völdu Árna
Vilhjálmsson, prófessor, við viðskiptadeild
Háskóla íslands, en nefndin kom sér saman
um Hákon Guðmundsson, borgardómara,
sem oddamann nefndarinnar.
Nefndin hóf störf sín 15. okt. og ræddi
málin nokkra daga. Tók hún síðan frest til
1. nóv. Á þessum tíma voru til umræðu
ráðagerðir ríkisstjórnarinnar um ýmsar
61
F R E Y R