Freyr - 01.02.1968, Qupperneq 24
Við krufningu fannst greinileg garnaveiki
í 19 kindum, óljós eða grunsöm einkenni í
6 og engin einkenni í 193 kindum. í blóði
komu fram einkenni í 17 af 19 veikum kind-
um (90%), í einni af 6 grunsömum kind-
um (17%) og 5 af 193 heilbrigðum kindum
(3%).
Síðan þessum framkvæmdum var lokið,
hefur aðeins komið fram garnaveiki í ein-
um bólusettum hrút frá Kistufelli.
Lokaorð
Ýmsa lærdóma má þegar draga af sögu
garnaveikinnar í Lundarreykjadal og
Andakíl.
1. Ef öllu fé hefði verið slátrað á Skálpa-
stöðum haustið 1962, þegar veikin var
fyrst staðfest þar og einnig öllum hrút-
um, sem voru á sýningunni á Kistufelli
þetta sama haust og jafnframt gerð ýt-
arleg hreinsun á fjárhúsum á báðum
bæjunum og heimalandið á Skálpastöð-
um einangrað um tíma, eru miklar lík-
ur til, að þetta hefði dugað til að út-
rýma veikinni úr hólfinu.
2. Haustið 1963 hefði að líkindum enn mátt
ná fyrir veikina með niðurskurði á
Kistufellsfénu og sýningarhrútunum, ef
jafnframt hefði verið tekið með allt fé,
sem sótti í heimalandið á Skálpastöð-
um.
3. Reynslan frá Kistufelli sýnir, að með
blóðprófum tókst 1 hvert sinn að greina
um 80% af veikum og smituðum kindum
í hjörðinni. Hefði allt féð verið prófað
á misserisfresti og allar kindur, sem
sýndu einhverja útkomu við prófið
teknar tafarlaust úr hópnum, er ekki
líklegt, að veikin hefði náð að magnast
í fénu.
4. Þegar tekin er upp bólusetning gegn
garnaveiki, breytast nokkuð viðhorfin
til varnaraðgerða. Sjúkdómstilfelli í
bólusettu fé eru fá og veikin hægfara.
Blóðpróf eru ónothæf við bólusett fé,
þar sem allar bólusettar kindur eru já-
kvæðar við blóðpróf. Mörgum hættir
við að ofmeta varnarhæfni bólusetninga.
Þótt þær hafi reynzt mjög vel, getur
garnaveiki við vissar aðstæður engu að
síður haldizt við, dreifzt um landið og
magnazt í bólusettu fé og gæti jafnvel
borizt frá fé í nautgripi. Veikin fer meira
leynt og það þarf meiri vinnu til að
fylgjast með og hindra dreifingu henn-
ar í bólusettu en í óbólusettu fé. Ef
stefnt er að útrýmingu veikinnar með
aðstoð bólusetninga, hlýtur það alltaf
að kosta mikla vinnu og langan tíma.
Áherzlu ber að leggja á eftirtalin atriði:
1) Að allt féð sé bólusett. Lömbin séu bólu-
sett eins ung og unnt er og þeim forðað
frá smiti.
2) Að engin kind sé látin burt né aðkomu-
fé tekið inn í hjarðir, þar sem garna-
veikismit hefir verið staðfest, eða lík-
ur eru til að veikin leynist í fé.
3) Að ýtarleg garnaskoðun sé gerð á öllu
fullorðnu sláturfé og vanþrifafé.
4) Að strangt eftirlit sé haft með naut-
gripastofninum.
Þótt varnarráðstafanir í Borgarfirði hafi
í upphafi ekki verið eins róttækar og
skyldi, eru enn miklar líkur til þess, að
takast megi að útrýma garnaveiki að fullu
og öllu úr héraðinu áður en langt um líð-
ur, ef menn eru samtaka um að stuðla að
framkvæmdum nauðsynlegra varúðar- og
varnaraðgerða.
HEIMILDIR:
1) Guðm. Gíslason, 1963. Garnaveiki í Borgarfirði.
Freyr, 59, 133.
2) Björn Sigurðsson, 1944. Nýtt próf á garnaveiki.
Freyr, 39, 20.
3) Björn Sigurðsson, 1945. Blóðpróf á kindum vegna
garnaveiki. Samanburður við húðprófanir. Freyr,
40, 61.
4) Guðm. Gíslason, 1939. Um garnaveiki í sauðfé.
16. nóvember 1967
Guðm. Gíslason.
80
F R E Y R