Freyr

Volume

Freyr - 15.08.1968, Page 7

Freyr - 15.08.1968, Page 7
ÓLAFUR E. STEFÁNSSON: Þróun og stefnur f nautgriparækt Lokaþátlur. í Frey nr. 13—14 gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni um nautakjötsframleiðslu hér á landi, að hún ætti aðallega að vera af einblendingum. Með því er átt við, að slát- urgripimir séu fyrsti ættliður undan hrein- ræktuðum íslenzkum kúm og nautum af heppilegu kjöt- eða holdakyni. Bent var á, að staðfest hefði verið með tilraun og reynslu, að af sláturgripum undan hinum blandaða Gallowaystofni, sem til er hér á landi, og íslenzkum kúm, fengjust þyngri föll, meiri hold og betra kjöt en af sam- bærilegum hreinum íslenzkum geldneyt- um. Má því telja öruggt, að stómm betri sláturgripir fengjust, ef naut af hreinu Galloway kyni væm notuð í stað þeirra blendinga, sem til eru í landinu, aðallega í Gunnarsholti, en þeir em allir komnir út af einu nauti, sem Brjánn var nefnt, og fædd- ist í einangmn hér á landi árið 1933, en móðir Brjáns hafði verið flutt inn frá Skot- landi kálffull. Þessi gripur var hinn eini af nautgrip- um af holdakynjum, fluttum inn árið 1933, sem ekki var felldur, en rneðan gripimir voru í sóttkví, varð vart við húðsjúkdóm í þeim, hringskyrfi, sem ekki tókst að lækna. Þetta var sami sjúkdómurinn og talinn er hafa borizt með manni til landsins árið 1966 og breiddist út um Eyjafjörð á næsta vetri. í sambandi við innflutninginn 1933 vekur það furðu, að engin ræktunaráætlun virð- ist hafa verið gerð um notkun þessara inn- fluttu gripa, en með skipulegri ræktun hefði væntanlega tekizt að koma upp hreinu Galloway kyni út af þessu eina nauti, því að það varð gamalt, þótt á hrakn- ingi væri lengst iaf. F R E Y R 343

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.