Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1968, Síða 8

Freyr - 15.08.1968, Síða 8
Afleiðingar af sjúkdómum þeim, sem bárust til landsins með Karakúlfé frá Þýzkalandi hið sama ár og holdanautin voru flutt inn frá Skotland.i, ollu ótta með- al þjóðarinnar gagnvart frekari innflutn- ingi búfjár, og bændastéttin var sjálf eftir þetta lengi mótfallin öllum innflutningi. Nokkrir áhugamenn um holdanautgripa- rækt tóku þá að safna saman þeim Gallowayblendingum, sem út af Brjáni voru komnir. Forustu í því hafði Runóljur Sveinsson, sandgræðslustjóri, og hefur bú sandgræðslunnar í Gunnarsholti reynzt hafa mest úthald af þessum aðilum, enda haft góða aðstöðu til slíks búskapar. Skipu- lögð ræktun hefur þó eigi átt sér stað í þeim mæli, sem æskilegt hefði verið. Enda þótt nú sé að verða hálfur annar áratugur liðinn, síðan nautgriparæktarráðunautur Búnaðarfélags íslands óskaði þess, að félag- inu væri falin umsjá með ræktun stofnsins samkvæmt búfjárræktarlögum, hefur mál þetta alla tíð verið í furðulegri sjálfheldu, jiafnvel eftir að búfjárræktarlögum var breytt í þá átt að skapa betri aðstöðu til skipulegra kynbóta undir umsjá félagsins. Verður sú saga ekki rakin hér. Eftir því, sem liðið hefur á öldina og að- stæður hafa breytzt, hefur þeirri skoðun aukizt fylgi, að íslendingar ættu að flytja inn holdanautgripi. Búnaðarþing var lengi klofið í því máli, en nokkur ár eru nú liðin, síðan stuðningur þess fékkst fyrir innflutn- ingi á holdanautasæði. Lög um innflutning búfjár voru endursamin, og hafði yfirdýra- læknir þar sjálfsvald um öll þau atriði, er að sóttvörnum lúta. Er löggjöf vor sennilega einhver sú varfæmasta, sem til er um þessi efni. Eigi að síður hefur yfirdýralæknir synjað um leyfi til innflutnings á holda- nautasæði, þótt Búnaðarfélag íslands hafi farið fram á, að innflutningur yrði leyfður og í einu og öllu yrði farið eftir fyrirmælum um sóttvarnir. Hefur þetta mál því einnig lent í sjálfheldu um skeið. Útflutningur búfjársæðis frá hinum mestu búfjárræktarlöndum er nú stöðugur til margra landa og ákveðnum heilbrigðis- reglum fylgt. Útflytjendum er annt um markaðinn og hafa því hina mestu aðgæzlu um að nota eingöngu þau karldýr, sem eru algjörlega heilbrigð. Auk þeirrar rannsókn- arstarfsemi, sem útflytjendur standa að, hafa hlutaðeigandi heilbrigðisyfirvöld bú- fjár í hverju landi eftirlit með útflutningn- um, og eru útflutningsleyfi háð meðmælum þeirra. Hinir færustu dýrasjúkdómafræð- ingar í hverju landi eru því viðriðnir þessa starfsemi annað hvort sem starfsmenn eða eftirlitsmenn. Sérstakt öryggi gagnvart sjúkdómum er við innflutning nautgripa með þessum hætti, þar sem auðvelt er að djúpfrysta sæði úr þessari búfjártegund. Að vísu má segja, að smit geti einnig varðveitzt á þann hátt lengur en ella, ef um það er að ræða, en kosturinn við djúpfrystingu er sá, að geyma má meginmagnið af sæðinu, unz reynt er, hvort smit hafi komið fram, þar sem hver skammtiur er sér í umbúðum. Einnig má fella og kryfja þau naut, sem notuð hafa verið, til að kanna, hvort þau eru sýkt. Þetta eru þó ráðstafanir, sem ekki er beitt venjulega, þar sem öryggisreglur út- flutningsfyrirtækjanna eru taldar fuli- nægjandi, og opinbert eftirlit er strangt. Með tilliti til þeirrar tækni og þess ör- yggis, sem nú er fyrir hendi, virðist sjálf- sagt að taka þessi mál enn á ný til athug- unar og leggja raunhæft mat á þá áhættu, sem innflutningi er talin fylgja, en senni- lega er þúsund sinnum meiri hætta yfirvofandi á hverjum tíma á inn- flutningi nautgripasjúkdóma með mönn- um og varningi en með djúpfrystu nauta- sæði frá viðurkenndum útflutningsaðilum, og í síðara fallinu er þó hægt að koma við einangrun og eftirliti til frekara öryggis. í París er starfandi alþjóðastofnun um upplýsingar og ráðleggingar gagnvart bú- fjársjúkdómum. Þessi stofnun hefur starf- að síðan árið 1924, en 25. janúar það ár var gerð alþj óðasamþykkt um að setja á stofn skrifstofu til að veita upplýsingar um sjúk- dómafaraldra. 344 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.