Freyr

Årgang

Freyr - 15.08.1968, Side 30

Freyr - 15.08.1968, Side 30
stöðugt á fartinni út um lönd á fundum og í kynnisförum, léttur í spori en þó einkum frár í andlegum athöfnum og ungur í við- horfum, þegar hann leggur upp í langferð hins níunda tugar lífsins. Bretar hafa átt sinn frána öldung, er hét Churchill'. Frakkar eiga sinn staðfasta de Gauile. Við íslendingar eigum okkar Pétur Ottesen og heill fylgi honum er hann renn- ur næsta áfanga á skeiðvelli níunda tugar- ins, starfsglaður og vökull á borð við þá, sem enn eru ungir. Minna má það ekki vera en að Freyr sendi honum kveðjiu þó að hún nái ekki til Finnlands, en þar situr hann fund nor- rænna bændasamtaka á áttræðisafmælinu. G. A/Of-A R Stangveiðifélag Reykjavíkur starfrækir eldisstöð fyrir lax við Elliðaámar hjá Reykjavík. í aprílmánuði s. 1. bar talsvert á tþví, að seiði drápust o,g kom í ljós, að þar var um kvilla að ræða of af upphaflegu magni 13000 seiða var að lokum lógað síðustu þúsundunum og sótthreinsun framkvæmd því að hér var næmur sjúkdóm á ferð. Virtist að hér væri um að ræða kvilla, er er- lendis gengur undir heitinu „kidney diseas“, sem talinn er sjaldgæfur. Er þess helzt getið til, að smit- ið hafi borizt í eldisstöðina í flóðum síðla vetrar þegar stórflóð .gerði í Elliðaám og bar með sér áburð og aðra menganir frá hesthúsum og mannabústöð- um upp með ánum. ÁNýjar DEUTZ-dráttarvélar. DEUTZ DEUTZ 06. Á landbúnaðarsýningunni 1968 kynnir h.f. Ham- ar hinn nýja 06-flokk dráttarvéla frá DEUTZ. í þeim flokki er samankomið allt það, sem tækni- vísindin í dag hafa að bjóða af hagnýtum og raunhæfum nýjungum fyrir dráttarvélar. A bú- vélasýningum í Evrópu í vor hafa einmitt þess- ar vélar vakið mesta athygli og eflaust munu íslenzkir bændur fjölmenna á sýningarsvæði Hamars til að kynnast strax þar nýju dráttar- vélunum frá DEUTZ. Alls framleiða DEUTZ-verksmiðjumar nú átta stærðir hinna nýju 06-dráttarvéla, frá 25 hö til 100 hö að stærð. Þær eru D 2506, D 3006, D 4006, D 5006, D 5506, D 6006, D 7506 og D 9006. Á Land- búnaðarsýningunni ’68 kynnir h.f. Hamar fjórar nýju vélanna, eða D 3006, D 4006, D 5006, og D 6006, þar af tvær, D 4006 og D 6006 með fram- hjóladrifi, en einnig aðrar stærðir eru fáanlegar þannig búnar. Ný hreyfilgerð er í 06-dráttarvélunum, F1 912, sem að sjálfsögðu er loftkæld og sú sama í öllum stærðarflokkum. f minnstu dráttarvélunum er tveggja-strokka hreyfill, en 6 strokka eru í þeim stærstu. FL 912 hreyfillinn er með beinni innspýtingu og er um 10% aflmeiri en eldri gerðin, hin góðkunna FL 812-gerð. DEUTZ-drátt- arvélarnar I 06-flokknum fá auk þess algerlega nýtt útlit og samræmist þar á snjallan hátt tæknilegar þarfir og útlitslínur í anda sam- tímans. Nokkur höfuðeinkenni nýju dráttarvélanna eru þessi: 1. Nýr, loftkældur dieselhreyfill með beinni innspýtingu. 2. Meiri hreyfilafköst. 3. Samhæfður (sýnkróníseraður) gírkassi fáan- legur. 4. Nýtt, tveggja-hraða aflúrtak (540 og 1000 snún/mín). 5. Aflmeira og endurbætt DEUTZ-Transfer- matik-vökvakerfi. 6. Framhjóladrif fáanlegt á allar stærðir (fjór- h jóladrif). 7. Meiri fastabúnaður (standard-búnaður). 8. Aukin þægindi fyrir ökumann. 9. Einfaldara viðhald. 10. Aukin verkhæfni með nýju byggingarlagi. Að sjálfsögðu er innbyggt vökvastýri fáanlegt í nýju vélarnar, svo og margvíslegur búnaður eftir þörfum viðskiptavina. S= 366 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.