Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1968, Síða 10

Freyr - 01.11.1968, Síða 10
komið fyrir vögglunarsamstæðu, sem á að geta framleitt 700—900 kg af vögglum á klst. Verksmiðjan í Gunnarsholti getur einnig framleitt mjöl. í Brautarholti á Kjalarnesi er grasmjöls- framleiðsla. Bændurnir þar hafa framleitt grasmjöl af túnum sínum undanfarin ár. Samanlögð þurrkunargeta þessara þurrk- ara, sem nú eru á landinu, mun vera um 6,5—7,0 smálestir vatns á klst. Eftir því sem næst verður komizt, hefur framleiðsla grasmjöls og grasvöggla verið þessi í landinu: Ár Grasmjöl og vögglar, smál. Þar af vögglar 1961 230 1962 382 1963 499 1964 962 1965 856 65 1966 1100 125 1967 815 515 Sumarið 1967 var mjög lítið fram- leitt af grasmjöli á Stórólfsvelli mest var þar verkað hey til sölu. Eins og fram kem- ur af yfirliti þessu, hefur framleiðslan ver- ið mjög mismikil frá ári til árs og oft lítil miðað við afkastagetu þurrkaranna. Það eru aðeins þrjú ár, tvö á Stórólfsvelli og eitt í Gunnarsholti, sem hægt er að taka sem dæmi um eðlilegan rekstur, til að meta hina einstöku kostnaðarliði við framleiðsl- una. Þetta stafar m. a. af því, að verksmiðj- urnar hafa verið í byggingu og ekki full- búnar að tækjum. Efnatap. Eins og áður er sagt, er minna efnatap og aukinn fóðurstyrkleiki einn af aðalkostum hraðþurrkunar, sem verkunaraðferðar. Eftirfarandi tölur eru gefnar í norsku skýrslunni yfir það efnatap, sem verður, frá því sem er í grasinu, þegar það er slegið og þar til fóðrið er gefið. Efnatap í hundraðshlutum Þurrkað úti (á hesjum) 20—30% Súgþurrkað í hlöðu 15—25% Verkað sem vothey 10—25% Hraðþurrkað 5—10% Mismunurinn er það mikill á efnatapinu við hraðþurrkun og votheysverkun eða góða súgþurrkun, að það getur numið allt að 300—400 F. E. af hektara miðað við með- aluppskeru. Hraðþurrkun er öruggasta verkunarað- ferðin, þar sem gæði fóðursins eru nær ó- háð veðurfari, efnatapið er ekki teljandi meira í rigningartíð en þurrkatíð, þó að þurrkunin verði þá að sjálfsögðu mikið dýrari. Fóðurgildi. Fóðurstyrkleiki framleiðslunnar fer mest eftir hráefninu og ræður þar mestu sláttu- tími og þroskastig plantnanna, þegar sleg- ið er, en auk þess: plöntutegund, áburður, jarðvegur og jafnvel tíðarfar. Á Norðurlöndum er yfirleitt talið, að burfi frá 1,4—1,6 kg af vögglum í F. E. Talið er að með vel skipulagðri ræktun og slætti megi fá fóður, sem er með enn meiri fóðurstyrkleika. Graskögglar eða vögglar fullnægja vel kröfum til próteinmagns í fóðrinu, þar sem gras á þessu þroskastigi er mjög prótein- ríkt, og sé rétt að farið við þurrkunina varð- veitist það vel. Efnagreiningar voru gerðar á framleiðsl- unni í Gunnarsholti frá síðastliðnu sumri ('1967') samkvæmt þeim var próteinmagn og fóðurstvrkleiki sem hér segir, við mis- munandi sláttutíma, jurtategund og jarð- veg: 432 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.