Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1968, Page 11

Freyr - 01.11.1968, Page 11
A-blanda S.Í.S. (sáð ’64) í samblandna Mcltanlcfft iráprotein Kg í F. E. fokjörð, 1. sl. 18/6. 12.0 1,3—1,5 (1,4) Túnvingull (sáð ’65), mólendi, 1. sl. 12/7. 12.2 1,3-1,5 (1,4) Túnvingull (sáð ’65), mýrartún með foki 1. sl. 20/7. 12.2 1,3-1,5 (1,4) Hafrar sl. 11/8, sandur 6.1 1,3-1,5 (1,4) sl. 25/8, sandur 8.1 1,4-1,6 (1,5) Að meðaltali hefur þurft 1,4 kg af vöggl- um frá Gunnarsholti í hverja F.E. Rannsóknir á fóðurgæðum. All víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á hraðþurrkuðu og möluðu grasi, ýmist sem mjöli eða vögglum. (í skýrslunni er gerður útdráttur úr grein eftir Marinus Sörensen um danskar rannsóknir á þessu sviði). í upphafi er þess getið, að auk fóðurstyrk- leikans skipti meltanlegt hráprótein, syk- urmagn, A-vitamín eða karotin og E-vita- mín máli, þegar gildi fóðursins er metið fyrir hinar ýmsu tegundir búfjár. Gerðar eru kröfur til þess í Danmörku, að karotín- ið sé ekki minna en 100 mg í hverju kg 1. dag október (það rýrnar með tímanum) hvers framleiðsluárs, eigi framleiðslan að geta kallazt grasmjöl eða grasvögglar; sé það lægra, ber að nefna framleiðsluna hey- mjöl. Á sama hátt má ekki vera minna en 75 mg karótin í kg í því sem notað er í fóðurblöndur fyrir hænsni svín, hross og loðdýr (minka o. fl.). Jákvætt samhengi er jafnan á milli karótin- og próteinmagns í framleiðslunni og fylgir það mjög sláttu- tímanum. Efnasamsetning þurrefnis breytist lítið við hraðþurrkun, mölun og vögglun, en meltanleiki þurrefnis minnkar við þurrk- unina og þó einkum meltanleiki próteins- ins, og því meira sem lokahitastigið er hærra við þurrkunina. Af þessu leiðir, að fóðurgildið, mælt í fóðureiningum, lækkar um það bil um 10% við þurrkunina. Mölun grassins á sinn þátt í minnkandi meltanleika. Fínmalað gras fer hraðar gegn- um meltingarfærin en gróft fóður. Einnig hafa komið fram skaðar á vömb jórturdýra við mikla notkun fínmalaðs fóðurs, auk vambarkvilla (t. d. Keratosis). Fitumagn mjólkurinnar lækkar og stendur það í sam- bandi við breytta gerlastarfsemi í vömb- inni. Til þess að draga úr þessum óheppi- legu áhrifum fínmalaðs fóðurs, hefur ver- ið reynt að gefa nokkurt magn af grófu fóðri svo sem kornhálmi með vögglum og hefur það gefizt vel. En nú er meira farið inn á þá braut að fínmala ekki, heldur búta eða saxa hráefnið og pressa það sem gróf- ast saman í köggla. í dönsku tilraununum, sem vitnað er í, hefur komið fram, að melt- anleiki er 8% meiri á hrápróteini, 5% meiri á kolvetnum og 10% meiri á tréni, ef grasið er bútað en ekki fínmalað og er því talið, að næringargildi sé um 5 F. E. meira í 100 kg af kögglum en vögglum úr sama hráefni. í amerískum fóðurtilraunum reyndust kögglar úr söxuðu grasi, 25—30 mm í þver- mál, ekki hafa nein óheppileg áhrif á melt- ingu eða afurðir. Enn sem komið er, hefur lítið verið framleitt af kögglapressum og er meiri tæknilegum erfiðleikum bundið að fá hið grófa fóður til að loða saman í köggl- um en hið fínmalaða í vögglum. Nú er verið að gera tilraunir, sem miða að því að leysa þetta vandamál m. a. í Danmörku og Svíþjóð. Framleiddir hafa verið kögglar úr grasi, sem eru um það bil 60 mm þvermál og halda strá og blöð gerð sinni. Talið er, að lengd stráanna sé þarna F R E Y R 433

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.