Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 12
það mikil, að á þessum kögglum geti mjólk-
urkýr þrifizt fullkomlega án annars gróf-
fóðurs. Ljóst er, að þróunin stefnir öll í þá
átt að framleiddir verði graskögglar en ekki
vögglar.
Kostir þess að fóðra með graskögglum.
Erlendis er mest áherzla lögð á þann vinnu-
sparnað, sem hægt er að ná með því að
fóðra með graskögglum. Sænskar athug-
anir sýndu, að svipaður tími fór til þess að
fóðra með kögglum og að gefa kraftfóður
og var það aðeins V3 þess tíma, sem það
tók að fóðra með sama fóðureiningafjölda
af votheyi. Auk tímasparnaðarins er vinnan
mikið léttari og komizt er hjá öðrum óþæg-
indum, svo sem votheyslykt og frosnu vot-
heyi. Mjög er auðvelt að koma við hvers
konar vélbúnaði til flutnings á og fóðrunar
með köggluðu gróffóðri, og gera fóðrunina
þar með meira eða minna sjálfvirka. (En
segja má, að slíkt sé nær ókleift með þurr-
heyi eða votheyi, þó að hægt sé að hafa þar
sjálffóðrun, þ. e. búféð taki sjálft fóðrið og
ómælt). Þar sem um minna fóðurmagn er
að ræða, svo að ekki er kostandi til mikils
vélbúnaðar, er auðvelt að koma við ein-
faldari tækjum til að flytja fóðrið. Fyrir 30
kúa fjós eða minna eru hjólbörur á tveimur
hjólum t. d. sennilega hentugasta flutninga-
tækið.
Geymsla kögglafóðurs.
Kögglar hafa sem fyrr segir rúmþyngd um
það bil 500 kg/m;í og svarar það til þess, að
300—350 FE rúmist í hverjum rúmmetra
geymslurýmis á móti 40—60 FE af heyi.
Geymslur þurfa fyrst og fremst að vera
þurrar, svo að raki þéttist hvergi á kögglun-
um. Komist í þá raki, byrja þeir að mygla
og getur það leitt til fóðureitrunar. í Dan-
mörku hefur verið reynt að geyma köggla
í stálturnum, en það er enn dýr aðferð. í
Noregi er reiknað með að geyma slíka fram-
leiðslu í venjulegum hlöðum á bæjunum.
V er ksmiðj ustær ð.
í dönsku skýrslunni greinir frá því, að nýj-
ar verksmiðjur, sem reistar eru þar í landi,
veriði æ stærri. Á árunum 1964—’65 voru
mest reistar verksmiðjur, sem höfðu 4,5
smál. eimingargetu á klst. og kostuðu þær
þá sem svaraði 11,5 millj. ísl. kr. að jafnaði.
Nú er horfið frá þeirri stærð og verksmiðj-
ur með 8,5 smálesta eimingarafköst taldar
hagkvæmastar. Þeim mun stærri, sem verk-
smiðjurnar eru, þeim mun ódýrari eru þær
í stofnkostnaði miðað við þurrkgetu sína á
klst. Það vegur aftur á móti, að til stóru
verksmiðjanna þarf að sækja hráefnið
lengra að og verður því flutningskostnaður
þeim mun hærri liður í framleiðslukostn-
aðinum, sem verksmiðjurnar eru stærri.
Þarna verður að leita meðalhófs í hvoru
tveggja.
Stærsta verksmiðjan, sem Danir nefna,
hefur 20 smál. eimingargetu og kostaði 1967
sem svaraði 20 millj. ísl. kr. Þeir telja meðal
stofnkostnað á hverja smálest eimingargetu
á klst. vera um 2,5 milljónir ísl. kr. Meðal-
framleiðsla á ári fyrir hverja smálest var
635 smálestir 1964 en árið 1965 720 smálestir.
í þeim kostnaðaráætlunum, sem Norð-
menn gerðu, eru bornar saman verksmiðj-
ur af þremur mismunandi stærðum, sem
hafa eftirfarandi búnað:
1. Einn þurkari með 4,5 smál. eim.g. á klst.
2. — — — 8,5 — —---------
3. Tveir — — 4,5 — — - —
eða samanlagt 9 — — - —
í fyrstu áætluninni er landþörf 300 ha,
annari 560 ha og þriðju 600 ha. í áætlun 1.
og 2. er gert ráð fyrir möguleikum á að
geta bætt við öðrum þurrkara jafn stórum
og byggingar miðaðar við það.
Stofnkostnaður verksmiðjanna, með
nauðsynlegum uppskerutækjum, er þar
áætlaður eftir sömu röð 12,8 millj., 17,8
millj. og 19,8 milljónir.
Norðmenn reikna með að þurfa að sækja
hráefni til margra bænda um alllangan veg
434
F R E Y R