Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 13
frá verksmiðjunum eða allt að 50 km frá þeirri stærstu. Ræktunarkostnaður er ekki reiknaður með, heldur aðeins sláttur, flutn- ingur og vinnsla fóðursins. Miðað er við kögglun. Af þessum áætlunum reynist nr. 2. hag- kvæmust, en það er verksmiðja með einum þurrkara með 8,5 smálesta eimingargetu, Þar er vinnslukostnaður áætlaður 2,53 ísl. kr á hvert kg af kögglum, en í áætlun 3. er hann 2,59 kr/kg og í áætlun nr. 1. 2,93 kr/kg. Það er ljóst af framansögðu, að íslenzku verksmiðjurnar eru mjög smáar borið sam- an við það, sem nú er talið hagkvæmt er- lendis, og að það hlýtur að hafa sín áhrif á framleiðslukostnaðinn. F ramleiðslutími. Þar sem stofnkostnaður er mikill við kögglaverksmiðjur, skiptir miklu hve lengi er hægt að starfrækja þær á hverju ári, og hve mikil framleiðslan verður, þannig, að hinn fasti kostnaður af fjármagninu, sem bundið er í verksmiðjunum og tækjum dreifist á sem mest framleiðslumagn. í Dan- mörku hafa slíkar verksmiðjur til jafnaðar verið starfræktar í 3000 tíma á ári. Norð- menn telja sig ekki geta reiknað með nema 2000 vinnslustundum og í sumum lands- hlutum aðeins 1500. Reynslan í Gunnars- holti og á Stórólfsvelli bendir hins vegar til þess, að þar (sunnanlands) geti starfs- tíminn a. m. k. orðið 100 dagar og nokkru lengri þó, ef unnið er úr grænfóðri á haust- in. Vinnslustundir ættu því að geta orðið um 2000 á ári sunnanlands. í veðursælum sveitum á Norður- og Austurlandi eru líkur til, að starfsdagar yrðu nokkru færri, en þar sem meðal úrkoma er þar nær helmingi minni en á Suðurlandi, má vera, að það mundi vega nokkuð þar á móti, hvað hrá- efnið kann af þeim sökum að þurfa þar minni þurrk. En mjög miklu munar um það hvað afköst þurrkaranna aukast, ef rakamagn hráefnisins minnkar. Landstærð og flutningskostnaður. Ekki er að fullu reynt hve stórt land þarf að ætla á hverja afkastaeiningu í verk- smiðju hér, en ætla má eftir þeirri reynslu, sem hér er fengin, að stórri verksmiðju, eins og þeim, sem nú eru taldar hagkvæm- astar (þ. er. 8,5 smálesta eimingargeta á klst.), þurfti að ætla 800—1000 ha ræktað land til að tryggja nægt hráefni. (Norð- menn telja sér nægja 600 ha en þar er upp- skera meiri og árvissari). Flutningskostnaður á hráefninu af teign- um og að þurrkara er mikill, ef um teljandi fjarlægðir er að ræða. Þetta hefur reynzt all hár liður í Danmörku og er það einnig í norsku áætlununum. (í norsku áætlunun- um er flutningskostnaður frá 48—64 aurar á kg af kögglum, en í Danmörku er þetta nokkru minni liður). Það skiptir því miklu, að landið sé samfellt og liggi sem næst verksmiðjunni. Þetta ber að hafa mjög í huga við staðarval fyrir verksmiðjur hér á landi. Ræktunarkostnaður og uppskerumagn. Það gerir allan samanburð á íslenzkum að- stæðum við erlenda reynslu og áætlanir erfiðan, að þar eru einungis tekin vinnslu- stigin frá því að grasið er slegið og þar til það er orðið að kögglum eða mjöli. í Gunnarsholti og á Stórólfsvelli er hrá- efniskostnaður, svo sem landleiga, ræktun- arkostnaður, girðingar og svo áburður og áburðardreifing, reiknað með og blandast það síðastnefnda nokkuð saman við kostnað við slátt og flutninga, þar sem að til þess eru m. a. notuð sömu tæki. Er því erfitt að skilja á milli á sama stigi framleiðslunnar hér og þar. Ræktunarkostnaður og áburðarkostnað- ur á hvert kg framleiðslunnar skiptir raun- ar ekki máli, ef aðeins er haft í huga, að bera hraðþurrkun og kögglun saman við aðrar aðferðir við fóðurverkun. En eigi hins vegar að meta möguleika til útflutn- ings á vörunni eða samkeppnisaðstöðu F R E Y R 435

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.