Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 15

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 15
F jármagnskostnaður. Stofnkostnaður er hár við slíkar verksmiðj- ur, eins og áður hefur komið fram. Því verð- ur árlegur kostnaður af bundnu fjármagni mikill. Hér hefur hann reynzt fullkomlega helmingi hærri á hverja framleiðsluein- ingu, en í Danmörku og Noregi. Þar koma til hærri vextir, styttri rekstrartími (sér- staklega borið saman við Danmörku), og minni verksmiðjur, sem eru hlutfallslega dýrari. Þessi liður, sem hér hefur verið á aðra krónu á kvert kg, ætti að geta lækkað að mun. Það eru engin rök fyrir því, að hann þurfi að verða hér teljandi hærri en í Noregi. Aðrir liðir. Hér að framan hefur verið drepið á nokkra kostnaðarliði við framleiðslu hraðþurrkaðs fóðurs og gerður samanburður á, hvað þeir hafa reynzt háir hér og í Danmörku og í norsku áætluninni. Vinnuliðurinn er erf- iður til samanburðar, þar sem ekki er hægt að greina í sundur á sama stigi framleiðsl- unnar hér og þessum löndum. Verksmiðj- urnar eru mikið sjálfvirkar og er lítil vinna við sjálfa þurrkunina og kögglunina, ann- að en eftirlit véla, aðfærslu hráefnis og flutning framleiðslu á geymslustað. í norsku áætlununum er aðeins gert ráð fyr- ir 2 mönnum á hverri vakt við verksmiðju en 6—8 á hverri vakt við slátt og flutninga. í Danmörku hafa vinnulaun við slátt, flutninga og þurrkun ekki reynzt nema um 30 aurar á hvert kg. Á Stórólfsvelli hefur öll vinna við ræktun, uppskeru og flutninga og þurrkun, verið rúmir 60 aurar á hvert kg bæði árin 1964 og 1966. í Gunnarsholti er þó nokkuð mikið erfiðara að gera sér grein fyrir þessum lið, þar sem vinna við kornrækt og aðra ræktun hefur blandast inn í. Auk þessa eru svo margir fleiri liðir ó- taldir, svo sem viðhald húsa og véla, verk- stjórn og framkvæmdastjórn o. fl . * * * Hér verður nú staðar numið með þennan útdrátt úr skýrslu nefndarinnar, en þess skal að lokum getið, að nefndin taldi málið langt frá því að vera fullkannað og gerði það að tillögu sinni, að fram færi nákvæm könnun á því og gerð yrði fullkomin kostn- aðaráætlun fyrir heykögglaverksmiðjur á nokkrum stöðum á landinu. Hún taldi enn fremur, að þar sem víða virtist þörf fyrir aukna ræktun, væri eðlilegt að hefja fyrst ræktunarframkvæmdir á þeim stöðum, sem hentugir eru fyrir slíkar verksmiðjur, jafn- vel þó að ekki lægi fyrir fjármagn til að byggja verksmiðjurnar sjálfar. Nauðsynlegt er fyrir okkur að fylgjast vel með tæknilegum framförum á þessum sviðum og fá eigin reynslu af þeirri tækni, sem bezt er hverju sinni. Plast er plast segja menn, en það er til í mörgum myndum og ýmiskonar samböndum. Algengustu samböndin eru polyethylen og polyvinylklorid. Hvorutveggja fyrir- finnst í blaðþynnum þeim, sem almennt eru nú not- aðar sem umbúðir og til margra annara þarfa. Þynnur þessar eru seldar í metramáli. Hvoru- tveggja er gott og ágætt til margra þarfa, en á þeim er mikill munur ef pakka skal loftþétt í þær. Nýjustu rannsóknir hafa sýnt, að í gegn um poly- ethylen þynnunar fer 800 sinnum meira súrefni en um polyvinylklorid. Þetta segir okkur, að poly- ethylen er ónothæft til umbúða um vörur, sem geyma skal í frystikistum og sem yfirbreiðslur yfir vothey er það gagnslaust því að það er súrefni lofts- ins, sem skemmir matinn í frystinum og yfirborð votheysins í hlöðunni. I báðum þessum athöfnum ber því að nota plast, sem gert er af efnasamband- inu polyvinylklorid og raunar á það víðar við. Báðar tegundirnar eru jafn vatnsþéttar, en það er ekki nóg ef verjast skal aðgangi súrefnis. F R E Y R 437

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.