Freyr - 01.11.1968, Side 16
STURLA FRIÐRIKSSON:
Kalrannsóknir
Afkoma íslenzks landbúnaðar byggist að
verulegu leyti á grasnytjum. Verði upp-
skerubrestur á grasi eða vanhöld í nýtingu
þessa gróðurs, hefur það að vonum mjög
alvarlegar afleiðingar fyrir þennan at-
vinnuveg þjóðarinnar.
ísland er í eðli sínu all gott grasrækt-
unarland. Hins vegar getur grasræktun
okkar orðið fyrir áföllum af völdum veðurs
svipað og ræktun annars nytjagróðurs. Það
áfall, sem jurtir verða fyrir vegna beinna
eða óbeinna áhrifa kuldans og kallað er kal
er engin nýlunda á íslandi, og geyma ann-
álar okkar heimildir um fjölda kalára. Eins
er það ekki einskorðað við íslenzkt gras.
Kalskemmdir geta orðið í öllum jurtum. í
nágrannalöndum okkar veldur kal t. d.
miklu tjóni á vetrarkorni.
Það hefur sýnt sig, að grös eru misþolin
og tún kelur mismikið eftir því, hvaða með-
höndlun þau hafa fengið. Með því að rann-
saka ýmsar aðstæður í kölnum og ókölnum
túnum á að fást nokkur vitneskja um hvaða
þættir stuðla helzt að kali og hvaða varnar-
ráðstafanir eru tiltækar.
Á árunum 1951 og 1952 var mikið kal í
túnum um land allt. Þá voru gerðar víðtæk-
ar athuganir á kali á vegum Atvinnudeild-
ar Háskólans. Athuganir þessar voru birt-
ar í riti deildarinnar 1954. Voru í riti þessu
gefnar ýmsar leiðbeiningar um meðferð
sáðlands til nýræktunar t. d. kýfingu á
framræstum mýrum, til þess að yfirborðs-
vatn hafi greiðan aðgang afrennslis, en
frysi ekki og ylli kalskemmdum. Þessi
meðferð nýræktarlands hefur komið að
gagni sem vörn gegn kali, þar sem unnt var
að beita þeirri tækni. Rannsóknir þessar
Sturla
Friðriksson
bentu einnig eindregið til þess, að grasteg-
undir væru misþolnar, og íslenzkt gras að
öðru jöfnu þolnara en erlent. Á þeim for-
sendum var breytt um grasfræblöndur frá
því sem áður var og hafinn undirbúningur
að ræktun íslenzkra grasstofna.
Árangur þeirra úrbóta, sem þá voru gerð-
ar, verður ekki metinn til fjár, en smávægi-
leg breyting til hins betra skiptir miklu í
grasræktuninni.
Á næstu árum varð ekki verulegt tjón af
kali. Þó urðu vanhöld á gróðri á nýjum sáð-
sléttum, einkum á mýrarjörð. í þessháttar
sáðsléttum virtist oft allan gróður kala, en
varpasveifgras koma í staðinn. Þetta fyrir-
bæri var tekið til nánari athugunar og með-
al annars hafin margþætt tilraun árið 1960,
til þess að leita orsaka þessara vanhalda og
finna ráð til úrbóta. Helzt virtist koma til
greina að endurvinna sléttuna og sá í hana
háliðagrasi.
Veturinn 1961—62 kól tún einkum norð-
austanlands. Þetta kal var rannsakað sum-
arið 1962 og skrifuð um það skýrsla til bún-
aðarmálastjóra. Kom ýmislegt nýtt fram í
þessari athugun og voru enda gefnar nokkr-
ar nýjar leiðbeiningar og ýmsar leiðir sýnd-
ar til úrbóta.
Um orsök kalsins í Suður-Þingeyjarsýslu
árið 1961 er eftirfarandi skráð:
„í nóvember 1961 féll mikill snjór um
438
F R E Y R