Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 19
Grundvallarlega er því nauðsynlegt að
búa vel að vali ræktunarlands, ræsingu
þess, kýfingu, allri vinnslu og áburðarnotk-
un og þá er næst þýðingarmikið að velja
og hafa völ á góðu grasfræi sem hentar að-
stæðum og tilgangi nýræktunarinnar, hvort
heldur ræktað er til heyskapar eða til beit-
ar.
Nú er langt frá því, að kalvandamálið sé
til lykta leitt, en rannsóknum, sem að þessu
lúta er hins vegar haldið áfram á vegum
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og er
meðal annars stefnt að því að velja þolnar
grastegundir af íslenzkum efniviði, sem
síður er kalhætt.
Nokkrir erfiðleikar eru á því að ákvarða
frostþolseiginleika grastegunda og stofna
þeirra í útireitum á tilraunastöðvum, því
ekki viðrar þannig árlega, að þar sé kals
að vænta.
Á erlendum tilraunastöðvum eru þar til
gerð vaxtar- og frystitæki til þess að valda
kali, svo unnt sé að meta frostþolshæfni
hinna einstöku grasa, sem nota skal til und-
aneldis. Svipuð tæki myndu hafa ómetan-
legt gildi fyrir grasakynbætur hér á landi
og auðvelda áframhaldandi rannsóknir á
kali.
Nú er í ræktun á tilraunastöð Rannsókn-
arstofnunar landbúnaðarins, að Korpúlfs-
stöðum, mikið safn einstaklinga af ýmsum
íslenzkum grastegundum.
Hefur uppskera þeirra og ýmsir aðrir
eiginleikar verið bornir saman innbyrðis og
við erlenda stofna.
Enda þótt útbúnaður sé ekki fyrir hendi
til frostþolsmælinga hefur þó fengizt marg-
vísleg reynzla á, að íslenzku stofnarnir eru
mun frostþolnari hinum erlendu. Þannig
hafa tilraunir með túnvingul sýnt, að þar
sem hann er ræktaður í hálendi landsins er
hann mun harðgerðari danska vinglinum,
sem notaður er til ræktunar hérlendis, einn-
ig hefur snarrótin hvarvetna reynst harð-
gerðari erlendum tegundum, og er reyndar
alkunnugt að snarrótin er eina grastegund-
in, sem að einhverju leyti stendur af sér
kalið. Þess vegna beittum við okkur fyrír
því að safnað væri fræi af snarrót og það
haft til sölu. Er nauðsynlegt að því sé haldið
áfram.
Ég tel það orðið mjög aðkallandi að lögð
sé aukin áherzla á rannsóknir á frostþoli
og uppsekruhæfni grasstofna, sem nota á
til ræktunar túna og beitilanda hér á landi.
Þegar ræktun túna með sáningu var haf-
in hér á landi um síðustu aldamót, var það
ein mótbára gegn þeirri ræktun, að ekki
væri til fræ nægilega harðgerðra tegunda
til sáningar. Þrátt fyrir það varð stórfelld
túnastækkun framkvæmd með notkun er-
lends grasfræs.
Þessar erlendu grastegundir hafa reynzt
misharðgerðar og átt misvel við íslenzka
staðhætti. Til dæmis voru á síðari heims-
styrjaldarárunum nýræktir gerðar af amer-
ísku grasfræi, sem átti illa við hérlendar
ræktunaraðstæður.
Á síðari árum hefur grasfræ verið flutt
inn frá Norðurlöndum, en þar er völ á fræi
misþolinna stofna og tegunda.
Hefur það verið eitt viðfangsefni Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins að velja
úr því magni þá stofna, sem þrífast bezt hér
á landi og gefa innkaupastofnunum upp-
lýsingar um þær niðurstöður.
Þýðing þeirra rannsókna er mjög mikil-
væg því miklu getur munað á uppskeru ný-
ræktar, eftir því hvort harðgerir stofnar
hafa verið valdir. Samanburður á uppskeru
einstakra stofna leiðir í ljós, að um tífaldan
uppskerumun getur verið að ræða í nýrækt,
eftir því hvort notaður er harðgerður eða
lingerður stofn sömu grastegundar. í á-
framhaldi af þessu vali á hentugu grasfræi
hefur það verið verkefni okkar að safna
efnivið í íslenzka fræstofna. Úrval af ýms-
um helztu nytjagrösum hefur verið gert á
undanförnum árum og hefur stofnfræi ver-
ið komið til framræktunar erlendis. Er því
væntanlegt fræ af íslenzkum grastegund-
um. Þannig koma á markað árið 1969 um
11 tonn af íslenzku vallarfoxgrasi, sem
ræktað hefur verið í Noregi.
F R E Y R
441