Freyr - 01.11.1968, Page 21
tveimur árum hefur Vísindasjóður einnig
veitt kr. 100.000.— hvert ár til kalrann-
sókna.
Sumarið 1967 var þessu fé varið á fernan
hátt:
1) til þess að gefa yfirlitsskýrslu um allt
kalsvæðið
2) til þess að athuga holurými kalins jarð-
vegs
3) til þess að reyna að framleiða kal á
grassverði í frystibökkum
4) til þess að fylgjast með ástandi gróðurs
við skafl.
Er nú verið að vinna úr niðurstöðum af
þessum rannsóknum.
Kal var nú enn í ár mjög tilfinnanlegt í
ýmsum byggðarlögum einkum norðaustan-
lands og vestan en einnig í ofanverðum
Borgarfirði, Hrútafirði og í Laugardal.
Starfsmenn Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins hafa nú sem áður gert sitt til
þess að athuga ástandið á kalsvæðunum til
þess enn að reyna að kynnast orsökum þess
og eðli, leita að leiðum til úrbóta svo og
ráðstöfunum til endurvinnslu á hinu kalna
landi. Til þessara rannsókna veitti Vísinda-
sjóður enn á ný kr. 100.000,— sem gerði
kleift, að Bjarni Guðleifsson landbúnaðar-
kandidat gat tekið að sér víðtækar athug-
anir á kalsvæðunum, einkum norðaustan-
lands.
Bjarni athugaði einn bæ í hverjum
hreppi og valdi til þess jarðir með miklum
nýræktunarframkvæmdum. Voru þessar
jarðir notaðar sem mælikvarði á ástandið
yfirleitt í viðkomandi hreppi.
í Svalbarðshreppi, Þistilfirði og í Axar-
fjarðarhreppi, N.-Þing. voru hinsvegar
gerðar athuganir á hverjum bæ. Metið var
heildarástand jarðarinnar og framkvæmt
nákvæmt mat á túnum 6 ára og yngri.
Jafnframt var tekið jarðvegssýni til at-
hugunar og mælingar gerðar á holurými,
kornadreifingu og efnasamsetningu jarð-
vegs, en einnig tekin sýni af gróðri til
svepparannsókna.
Kalið í Svalbarðshreppi reyndist svó
geigvænlegt, að um 72% af gróðurlendi túna
í hreppnum virtist skemmt af kali en í Ax-
arfirðinum var um 63% gróðurlendis túna
kalið. Meðaltal á kali túna í Vestur-Húna-
vatnssýslu var hins vegar áætlað um 30%,
en um 18% í Austur-Húnavatnssýslu.
Allsherjarráð til úrbóta eru ekki fyrir
hendi og verða sennilega seint fundin, en
ýmislegt má af niðurstöðum tilrauna og
athuganna læra og er sjálfsagt að hver
bóndi geri þær ráðstafanir, sem þurfa þyk-
ir á hverjum stað.
Kalið hefur verið rannsakað beint eða
óbeint á undanförnum árum af jarðvegs- og
jurtafræðingum svo og tilraunastjórum.
Sérfræðingar Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins munu nú sem fyrr reyna að
glíma við lausn vandamálsins, leita að ein-
hverjum leiðum til úrbóta, benda á ráð til
þess að afla fóðurs eftir kalvetur, til dæmis
með ræktun grænfóðurplantna, og finna
með hvaða móti kalin jörð verður helzt
endurræktuð.
Ég tel þó, að enn megi taka fastar á rann-
sóknum á kalinu. Vandamálið er svo
margþætt, að hér þyrfti hópur sérfróðra
manna að taka höndum saman til þess að
kanna hinar ýmsu hliðar viðfangsefnisins.
Hver smávægileg úrlausn hefur veigamikla
þýðingu fyrir bændur og þjóðarbúið.
IFAP NEWS
segir frá því í ágúst s. 1. að fjárfjöldi í heiminum
sé nú 1000 milljónir. S'auðfé fer fjölgandi, því hefur
fjölgað um 1% frá síðasta ári og um það bil 3%
árlega á árunum 1961—65.
Ástralía, Nýja-Sjáland, Argentína og Uruguay
eru fjárríkustu löndin og í vissum þeirra hefur til-
hneiging til fækkunar verið á síðustu árum en þeim
meiri fjölgun annarsstaðar. í Ástralíu eru 165 mill-
jónir og á Nýja-Sjálandi 60 milljónir. í sumum
löndum er áherzla lögð á ullarframleiðslu en það
viðhorf hefur ekki verið hagstætt upp á síðkastið
því að ull er í afar lágu verði á heimsmarkaði og
laklegar tegundir ullar óseljanlegar, svo sem við
íslendingar höfum komizt að raun um.
F R E Y R
443