Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1968, Side 22

Freyr - 01.11.1968, Side 22
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: I. Holnr eða dökkleitir blettir inni í kartöflum. Þegar kartöflur, einkum stórar, eru skornar í sundur, koma stundum í ljós sprungur eða hola, sem er fóðruð þunnu korklagi dökk- leitu. Ekkert sér á kartöflunum að utan og engin rotnun er í þeim. Þetta orsakast af vaxtartruflunum, en ekki af neinni sýki. Kartöflutegundir eru misnæmar fyrir þessu. Ef borið er á ofmikið af köfnunar- efnisáburði, ber mun meira en ella á þess- um holum eða sprungum inni í kartöfl- unum. Svartir blettir sjást öðru hvoru inni í kartöflum, einkum í miðjunni, venjulega einn blettur í kartöflu og getur hann stækk- að smám saman. Þetta er heldur ekki eigin- leg sýki. en orsakast af óhentugum skilyrð- um, aðallega í geymslu. Ofmikill hiti og loftleysi er algeng orsök, en kuldi getur einnig stuðlað að þessu og jafnvel hnjask. Að síðustu getur kartaflan orðið hol í mið- junni, og er leðurkennt, fast, dökkt lag inn- aní holunni svo hún er vel afmörkuð frá hinum heilbrigðu hlutum kartöflunnar umhverfis. II. Stundum dökkna kartöflur eftir suðu. Ber oft mikið á þessu ef skortur er á kalí í jarðveginum, og ef ofmikið er borið á af köfnunarefnisáburði. Kalí má ekki skorta og gæta verður hófs með köfnunarefni. Ef kartöflur eru meðhöndlaðar, t. d. fluttar eða flokkaðar í kulda geta komið fram í þeim dökkir blettir. Forðast ber högg og hverskonar harðhnjóskulega meðferð. Gráir eða dökkir blettir koma oft fram nokkru eftir að kartaflan hefur orðið fyrir höggi eða öðru hnjaski. Það fer t. d. illa með kart- töflur að kasta poka með kartöflum til eða steypa úr honum á steingólf, þótt ekki sé nema úr 1 m hæð. Ef svo sveppir eða bakteríur komast í holur, bletti og hnjask- skemmdir, margfaldast þær og rotnun kem- ur fram, þurr eða vot eftir ástæðum. Vot- rotnun af völdum stöngulsýki er alkunn. III. Hvítrotnun orsakast af F usariumsveppum. og er algeng hér. Sveppurinn kemur í ljós í geymslu, sem hvít eða bláhvít slæða, að- allega í sárum, sprungum og holum í kart- öflunum og veldur venjulega þurri rotnun. Skemmdirnar geta magnast mjög í of hlýrri, rakri geymslu. Að lokum dökkna og skorpna hinir skemmdu hlutar, kartaflan verður hrukkótt og skreppur saman, ef veikin er mögnuð. Smitun fer aðallega fram i gegnum sár. (Mygluskemmdar kartöflur eru og mjög næmar). Helzta vörnin er góð meðferð á kartöflunum, ekki sízt við upptöku, en þá særast kartöflur oft ef harkalega er að unnið, t. d. með upptökuvélum. Sárin gróa fljótast ef kartöflurnar eru geymdar á hlýj- um stað fyrstu 2—3 vikurnar, áður en þær eru settar í svala geymslu. IV. Sprungur. koma alloft í kartöflur einkum tegundina Gullauga og mest ef grunnt er sett niður í sandjarðveg. Orsökin er vaxtartruflanir, aðallega vegna misjafns raka í jarðvegin- um. Þurrkar geta að mestu stöðvað vöxtinn, en svo fer kanski að rigna og kartöflurnar taka vaxtarkipp og hættir þá við að springa — bæði í moldinni og við upptöku. Er Gull- auga sérlega næmt fyrir þessu. Minna ber á sprungum en ella ef kartöflugrasið fellur, t. d. af frosti, og beðið er með upptöku 2—3 vikur. En vaxtartíminn er stuttur hér á landi og verður að nýta hann ef unnt er, svo ekki kemur til greina að drepa kartöflu- 444 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.