Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1968, Side 24

Freyr - 01.11.1968, Side 24
Osta- og smjörneyzlan er off lítil Eftirfarandi ffrcinarkorn er útdráttur úr grein í JERSEYBLADET, sem er málgagn Jerseykúaeigenda í Danmörk. Höfundur hennar er A. Th. Riemann, dýralæknir og heilbrigðisráðunautur. Síðan á styrjaldarárunum hafa neytendur verið hvattir til að neyta mjólk- urvöru í hófi og það hefur orðið til meins á ýmsa vegu. „Sniðugir“ smjörlíkisframleiðendur hafa talið almenningi trú um, að smjör sé hættulegt og „heilsuspillandi“ og stjórnmálalegar ráðstafanir hafa stuðlað að því, að neyzlumjólkursala er í spennitreyju. Látum það vera, að sérleg fyrirmæli eru um hreinlætisráðstafanir í mjólkurbúðum, en að sér- leyfi þurfi til að verzla með neyzlumjólk í lokuðum umbúðum er óeðlilegt. Þetta hefur leitt til þess, að í Danmörk er neyzla mjólkur minni en í flest- um löndum Vestur-Evrópu. Og svo er fjölbreytnin í mjólkurvörum miklu minni en hjá flestum öðrum þjóðum á líku menningarstigi. Börnum er mjólkin, fremur öðrum fæðuefnum, nauðsynleg því að heilinn og líkaminn allur þroskast mun fyrr og betur ef nægilegrar mjólkur er neytt í æsku. í feitri mjólk, eins og Jerseymjólk, er miklu meira af vitamín- um, steinefnum, próteini og kolvetnum, en í venjulegri mjólk og feit mjólk er gildisauðugri en sú, sem er fitusnauð. Úr mjólkurfitunni er smjörið gert. Smjörið er gildisauðugt og náttúrlegt næringarefni. Skaðlegar afleiðingar af neyzlu þess hafa aldrei og hvergi t'erið sannaðar. Keppinautar smjörs hafa hinsvegar þráfalt reynt að læða því inn meðal almennings, að þetta mikilsverða fæðuefni geti verið mein- vættur heilsu manna. Fyrir unga og gamla hefur smjör mikilsverða þýðingu sem vitamíngjafi og fitandi áhrif þess eru hverfandi samanborið við mjöl- meti, kartöflur og ýmsar munaðarvörur svo sem sykur, vín, að ekki sé talað um hinar ýmsu tegundir af súkkulaðivörum og kökum. Við borðum allt of lítið smjör. Þjóð, eins og Finnar, sem er miklu fátæk- ari en við, borðar tvöfalt meira smjör en við. Það er blátt áfram hneykslunar- athæfi sem skólarnir fremja þegar þeir bera smjörlíki á borð fyrir nemend- urna í stað smjörs. Ætli að þeir fari ekki senn að nota plastmjólk og pappa- kjöt handa nemendum líka? Það er í fyllsta mæli óhagræn sparnaðarráðstöfun að sneiða hjá heilnæm- um fæðuefnum og nota í þess stað gerviefni til manneldis. Aldrei hafa grísirnir þrifist eins vel og verið jafn heilsuhraustir eins og síðan farið var að gefa þeim mjólk í mun ríkara mæli en fyrr gerðist. Þrif þeirra og líðan öll hefur hreinlega breytzt með byltingarsniði til hins betra. Og maðurinn hefur einn maga eins og svínið. Heilbrigði fólks mundi eflazt að mun, útgjöld til tannlækna og lækna minnka að mun, fjármunum til skólanna væri miklu betur varið og heilbrigð þróun framleiðslu hinnar mikilsverðu lífslindar, sem mjólkin er, eykst að sama skapi og meira er borðað af mjólk, smjöri og öðrum mikilsverðum framleiðsluvörum úr mjólk. Hvort munum við geta tekið undir þessi ummæli? 446 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.