Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 25
Frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands
Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands
var haldinn að Hallormsstað 13. og 14. júní.
Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 19 búnaðar-
félögum, stjórn B.S.A. og ráðunautar. Enn-
fremur Bergur Sigurbjörnsson, gestur fund-
arins, sem nú hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi.
Fyrri daginn voru fluttar skýrslur stjórn-
ar og ráðunauta, mál lögð fram og vísað til
nefnda og nefndir skipaðar og stóð fundur
fram á nótt.
Síðari daginn störfuðu nefndir fram yfir
hádegi. Þá voru mál afgreidd og stjórn kjör-
in. Lauk fundi um kl. 22.
Hér á eftir verður greint frá nokkrum at-
riðum, sem fram komu á fundinum varð-
andi starfsemi B.S.A., birtar ýmsar álykt-
anir og sagt frá stjórnarkjöri. En fyrst verð-
ur sagt frá tveimur mjög þýðingarmiklum
nýjungum í starfsemi sambandsins.
Ræktunarsamband Austurlands
Á Austurlandi voru upphaflega stofnuð
mörg ræktunarsambönd, þar af nokkur,
sem náðu aðeins yfir einn hrepp. Þetta hef-
ur verið erfitt í framkvæmd, mörg sam-
böndin févana, viðhald véla oft í ólestri og
oltið á ýmsu um rekstursafkomu.
Fyrir forgöngu B.S.A. hefur nú verið
stofnað eitt ræktunarsamband fyrir allt fé-
lagssvæðið. Samþykktir þess voru staðfest-
ar af landbúnaðarráðherra 24. jan. s. 1. Mat
á vélum hefur farið fram og hið nýja sam-
band yfirtekur eignir og skuldir hinna
gömlu eins og þær voru við árslok 1967.
Samþykkt var í öllum ræktunarsambönd-
unum að haga yfirtöku eigna á þennan hátt.
Gerðu hin betur stæðu sambönd engar
kröfur vegna meiri framlaga af sinni hálfu
en ríkissjóður leggur fram nokkra fjárhæð
til að jafna metin.
Unnið hefur verið að því að koma fjár-
málum hins nýja sambands á traustan
grundvöll og afla rekstrarfjár.
í sumar verða gerðar út 10 jarðýtur og
tveir traktorar. Engin vélakaup verða gerð
í ár nema hvað keypt eru nokkur jarð-
vinnslutæki og skurðgrafa frá vélasjóði. En
undir sameiginlegri stjórn ættu þær vélar,
sem til eru að nýtast betur en áður.
Með stofnun Ræktunarsambands Austur-
lands hefur Búnaðarsambandið tekið for-
ustu í ræktunarmálum f jórðungsins. Er það
vel og enn eru mörg verkefni óleyst á því
sviði. Heyfengur þarf að stóraukast víða,
sömuleiðis ræktun beitilands.
Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur B.S.A.
hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
Ræktunarsambandsins. Binda menn mikl-
ar vonir við starf hans. En Sigfús hefur
áður unnið ágætt starf á sama sviði hjá
Húnvetningum.
Sæðing kúa
Á vegum Búnaðarfélags íslands og bún-
aðarsambandanna hefur verið unnið að því
að koma upp einni djúpfrystingarstöð fyrir
nautasæði fyrir landið allt og samfelldu
kerfi dreifingastöðva, þar sem því verður
við komið.
Er hér um stórmál að ræða, sem tryggja
mun betri árangur af kynbótastarfi og
draga úr tilkostnaði við það.
B.S.A. hefur staðið að þessum undirbún-
ingi. Samþykkti aðalfundurinn aðild sam-
bandsins að djúpfrystingarstöðinni, fól
stjórn þess að vinna að því að koma upp
dreifingarstöðvum á sambandssvæðinu og
veitti heimild til þess að styrkja væntan-
F R E Y R
447