Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 26
lega sæðingarmenn tii að sækja námskeið.
Fyrirsjáanlegir erfiðleikar eru á fram-
kvæmdum vegna kúafæðar og erfiðra vetr-
arsamgangna hér eystra. En fundarmenn
voru einhuga um að allt yrði gert sem unnt
er til að nýta þá möguleika, sem hér eru að
skapast, til bættra búskaparhátta á sviði
nautgriparæktar.
Skýrsla formanns
Við fundarsetningu minntist formaður,
Þorsteinn Sigfússon, þess fólks í bænda-
stétt er látizt hefur á sambandssvæðinu á
árinu með því að rísa úr sætum.
Formaður flutti síðan stuttorða skýrslu,
gat þeirra stórmála, er hér hafa þegar verið
rakin, sagði frá fundahöldum á vegum sam-
bandsins, kjörmannafundi, stofnfundi
Ræktunarsambands Austurlands, fundi
með „harðærisnefnd“ o. s. frv. — Auglýst
var staða ráðunauts þegar Sigfús Þorsteins-
son tók við framkvæmdastjórn Ræktunar-
sambandsins. Ein umsókn barst, frá Gunn-
ari Sigurðssyni, búfræðikandidat í Reykja-
vík — og hefur hann verið ráðinn starfs-
maður B.S.A. — í samræmi við ályktun
síðasta aðalfundar var undirbúin bændaför
um Norðurland síðustu viku júnímánaðar.
Einnig er í athugun að undirbúa hópferð
á landbúnaðarsýninguna í Reykjavík.
Skýrslur ráðunauta
Örn Þorleifsson og Sigfús Þorsteinsson
fluttu ítarlegar skýrslur um störf sín.
Örn hefur starfað á suðurhluta sam-
bandssvæðisins (S-Múl). Árið 1967 varð
nýrækt, endurræktun túna og grænfóður-
akra alls 484 ha., girðingar 75 km., vélgrafn-
ir skurðir 150 þús. rúmm., áburðarkjallar-
ar 2710 rúmm., þurrheyshlöður 5450 rúmm.,
og súgþurkunarkerfi 150, 1509 ferm. Eru
þetta meiri framkvæmdir en nokkru sinni
fyrr á einu ári.
Ráðunauturinn rakti kalvandamálin,
grænfóðurræktun væri veruleg hjálp þegar
í óefni væri komið og fær hún vaxandi.
Hann skýrði frá áburðartilraunum á vegum
sambandsins, sem hafnar voru 1966, og
ræddi áburðarnotkun, hvatti eindregið til
betri nýtingar á húsdýraáburði. Örn taldi
mikla nauðsyn á stórauknum jarðvegsrann-
sóknum, m. a. með tilliti til áburðarnotkun-
ar. Margir bændur vildu ráðfæra sig við
ráðunauta um áburðargjöfina og skipti þá
miklu, að vita efnaástand jarðvegsins og
hafa í höndum niðurstöður sem víðtækastra
áburðartilrauna.
Hrútasýningar voru haldnar í 10 hrepp-
um og sýndir 288 hrútar. Af þeim fengu 130
1. verðlaun.
Búræktarfélög eru aðeins þrjú, sem starf-
að hafa s. 1. ár. Unnið er að stofnun fleiri
félaga.
Örn vinnur að því að gera spjaldskrá yfir
öll býli í S-Múl., með upplýsingum um
framkvæmdir, bústærð, heyskap o. s. frv.
Eingar votheyshlöður voru gerðar í S-
Múlasýslu 1967. Taldi ráðunauturinn það
ískyggilegt og athugar möguleika á því að
bæta aðstöðu til votheysverkunar og auka
votheysgerð á sambandssvæðinu með sam-
eiginlegu átaki.
Þórarinn Lárusson úr Reykjavík, um hríð
starfsmaður viS tilraunastöðina á Skriðu-
klaustri, stundar nú framhaldsnám í búvís-
indum í Bandaríkjunum. Mun hann að
loknu námi starfa hjá samtökum norð-
lenzkra bænda. — Hefur komið til tals, að
gera þá sameiginlegar tilraunir með mis-
munandi grastegundir á kalsvæðum, svo
tilraunir með sáningu á vetrar- eða haust-
korni með tilliti til vorbeitar sérstaklega.
Mundu þessar tilraunir væntanlega undir
byggðar í samráði við vísindamenn vestra.
Sigfús hefur starfað í norðursýslunni.
Árið 1967 varð nýrækt, endurræktun og
grænfóðurrækt á því svæði 394 ha., girðing-
ar 59 km., vélgrafnir skurðir 748 þús.
rúmm., áburðarkjallarar 3065 rúmm., Þurr-
heyshlöður 7095 rúmm., súgþurrkunarkerfi
5611 ferm. og votheyshlöður 474 rúmm.
Framræsla jókst stórkostlega á árinu,
tvífaldaðist frá árinu 1966 og mátti segja að
448
F R E Y R