Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 27

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 27
hún bjargaði heyskapnum á víssum svæð- um. Súgþurrkunarkerfi eru fjórfalt meiri en s. 1. ár. Sigfús ræddi um nauðsyn þess að skipu- leggja betur landþurrkun, bæði með tilliti til betri beitarnýtingar á landinu og svo hins, að þurrkun landsins sé jafnan nægi- lega langt á undan vinnslu þess. — Hann skýrði einnig frá starfsemi búfjárræktar- félaga á sínu svæði. Þá gerði ráðunauturinn ítarlega grein fyrir hinu nýja Ræktunarsambandi og fyrirhugaðri sæðingu nautgripa og hefur þeirra mála verið getið hér að framan. Margt fleira kom fram í skýrslum ráðu- nauta, sem hér er ekki rúm til að rekja. En af ræðum þeirra og annarra fundarmanna mátti greina mikinn vilja til enn aukins samstarfs bænda og ráðunauta. Meðal tillagna, sem samþykktar voru: Kalskemmdir „Þar sem kalskemmdir hafa enn á ný valdið bændum stórtjóni víða um land og er nú mesti skaðvaldur í íslenzkum landbúnaði, vill aðalfundur B.S.A. 1968 ítreka sam- þykktir síðasta aðalfundar um stórauknar kalrannsóknir. Jafnframt skorar fundurinn á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, að hún láti þetta verkefni ganga fyrir öðrum rannsóknarefnum“. Hreindýr „Aðalfundur B.S.A. samþykkir að beina því til menntamálaráðuneytisins, að það láti þegar á þessu sumri fækka hreindýrum niður í 800—1000. Þessu til rökstuðnings bendir fundurinn á eftirfarandi: A. Þegar er sýnt, að gróðurfar beitulands- ins þolir ekki þann dýrafjölda, sem nú er. Og ástandið fer ört versnandi með kóln- andi veðráttu. B. Ágangur á ræktun og heimahaga fær- ist mjög í vöxt og bændur eru ekki skyldir að þola af því tjón bótalaust. C. Mikið af því landi, sem dýrin eru nú sem óðast að nema, er þeim óæskilegt og hættulegt. D. Vanzalaust er ekki að láta dýrin drep- ast úr hor og harðrétti fyrir augum fólks á þeim tíma sem áróður er hafður í frammi um dýravernd og bætta fóðrun.“ Dýralæknisþjónusta „1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því að dýralæknisumdæmi Austurlands hefur verið skipt og býður hinn nýja dýralækni, Birni Bjarnason, velkominn til starfa á sambandssvæðinu. 2. Fundurinn þakkar Jóni Péturssyni ágætt starf og væntir þess að bændur fái lengi að njóta starfskrafta hans. 3. Fundurinn beinir því til stjórnar B.S.A. að hún vinni að því að dýralæknir verði ráðinn sem fyrst í Norðurlandsumdæmið, sem tveir nyrztu hreppar sambandssvæðis- ins eru í.“ Forfallahjálp „Aðalfundur Búnaðarsambands Austur- lands 1968, felur stjórn sambandsins að at- huga möguleika á að útvega fólk, sem jafn- an væri tiltækt að taka að sér bústörf fyrir þá sem vegna heilsubrests eða annarra or- saka forfallast um stundarsakir.“ ❖ * * ítrekaðar voru fyrri samþykktir um raf- magnsmál fjórðungsins, varðandi virkjun Lagarfoss og dreifingu raforkunnar um sveitirnar. Skömmtun og skattlagning fóðurbætis Stjórn Stéttarsambands bænda hafði sent B.S.A. til umsagnar ályktanir aukafulltrúa- fundar í vetur um þetta efni og lagði sam- bandsstjórn málið fyrir aðalfundinn. Miklar umræður urðu um þetta mál á fundinum og komu fram ýmsar hugmyndir um tilhögun skömmtunar og skattlagning- F R E Y R 449

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.