Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 28

Freyr - 01.11.1968, Blaðsíða 28
ár og um það hversu verja skyldi þeim fjár- munum er innheimtast kynnu. Tillaga frá viðkomandi nefnd um að mæla með heimild til skömmtunar og skatt- lagningar á fóðurbæti var samþykkt með 10 atkv. gegn 3, nokkrir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Lagabreytingai- og stjórnarkjör Á síðasta aðalfundi var stjórn B.S.A. falið að endurskoða samþykktir sambandsins og leggja tillögur um breytingar fyrir næsta aðalfund. Samþykktar voru tillögur stjórnarinnar um fjölgun stjórnarmanna úr 3 í 5 og um nokkra fjölgun fulltrúa á aðalfundum. Nokkrar minniháttar breytingar voru einn- ig gerðar á samþykktunum. Þá fór fram stjórnarkjör. Kom fram einn listi þannig skipaður: Snæþór Sigurbjörnsson, bóndi, Gilsár- teigi; Steinþór Magnússon, bóndi, Hjartar- stöðum; Guttormur Þormar, bóndi, Geita- gerði; Sigurður Lárusson, bóndi, Gilsá; — Sigurjón Friðriksson bóndi, Ytri-Hlíð; Sævar Sigbjörnsson, bóndi, Rauðholti; Matthías Eggertsson, bústjóri, Skriðu- klaustri; Ingimar Sveinsson, bóndi Egils- stöðum; — Hermann Guðmundsson, bóndi, Eyjólfsstöðum; Sigurbjörn Þorsteinsson, bóndi, Hellulandi. Heiðursfélagar Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku, sem ver- ið hefur formaður Búnaðarsambands Aust- urlands um árabil, baðst undan endurkosn- ingu í stjórn, sömuleiðis Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, sem setið hefur í sambands- stjórn í áratugi. Voru þeim færðar alúðar þakkir fyrir unnin störf og ákvað fundurinn einróma að gera báða þessa menn að heiðursfélög- um Búnaðarsambands Austurlands. Þeir Þorsteinn og Sveinn eiga báðir sæti á Búnaðarþingi sem fulltrúar B.S.A. Rússneskar dráttarvélar Á undanförnum árum hafa rússneskar dráttarvélar rutt sér til rúms víðs vegar, og flytja Sovétríkin nú út dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki til tæplega 60 landa. Hingað til íslands fluttust fyrstu rússnesku dráttarvélarnar árið 1965, og voru þá þegar 3 slíkar vélar teknar í notk- un við landbúnaðar- og jarðræktarstörf. Nú eru í notkun hér á landi rúmlega 40 vélar af ýmsum gerðum. Þessar upplýsing- ar voru veittar á fundi, er fyrirtækið Björn & Halldór, Síðumúla 9, Reykjavík hélt með blaðamönnum fyrir nokkru, en fyrirtækið hefur umboð fyrir dráttarvélar þessar hér á landi. Á fundi þessum var einnig sovéski að- stoðar-verzlunarfulltrúinn A. Karpov, sem var á förum héðan eftir þriggja ára starf, og ennfremur rússneski tæknifræðingurinn I. Maximov, sem dvalið hefur hér í tvö ár Verzlunarfulltrúinn A. Karpov hefur mikið stuðlað að auknum viðskiptum milli íslands og Sovétríkjanna á dráttarvélum, jarðýtum og hvers konar jarðvinnslutækjum, en Max- imov hefur starfað hér sem sérfræðingur, og var sendur hingað beinlínis frá framleið- endum dráttarvélanna til að fylgjast með þeim hér, og veita hvers konar aðstoð og þjónustu ef nauðsyn krefði. Á fundinum var fullyrt af umboðsmönnum dráttarvél- anna, að undantekningalaust væru allir eig- endur þeirra víðs vegar um landið mjög ánægðir með vélarnar. Þær hefðu reynzt vel, engar bilanir komið fram í þeim til þessa. Með öllum rússneskum dráttarvélum fylgir töluvert magn af hinum nauðsynleg- ustu varahlutum auk ýmissa verkfæra og áhalda. Þá hafa umboðsmennirnir Björn & Halldór h.f. birgðir af varahlutum og 450 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.