Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 29
Sœnskt sauðfjárhald
Félagsblað bændanna (Jordbrukarnas För-
eningsblad), sem sænsku bændasamtökin
gefa út, getur þess síðastliðinn vetur, að
sauðfé hafi um árabil verið að litlu metið
í Svíaríki. Á síðustu árum hefur áhugi fyr-
ir sauðfjárrækt þó farið vaxandi í flestum
landshlutum, en með vaxandi kindakjöts-
framleiðslu mætir strax sá vandi, að mark-
ásamt rússneskum sérfræðingi annast fyr-
irtækið allar þær viðgerðir og viðhald sem
með þarf.
Ábyrgðartími hverrar dráttarvélar er
eitt ár frá afhendingu til kaupanda, eða
1500 klst. notkun.
Um verð á hinum rússnesku dráttarvél-
um er það að segja að 55 ha vél með öllum
útbúnaði kostar kr. 139.000, sams konar
vél með drifi á öllum hjólum kostar um
175.000 kr., 40 ha vél kostar um 114.000 kr.,
og minnsta gerðin, sem fréttamenn áttu
kost á að skoða, og sem er aðeins 20 hestöfl,
kostar um 80.000 kr. Umboðsmenn töldu að
rússneskar dráttarvélar væru um 25—30%
ódýrari heldur en aðrar dráttarvélar af
svipuðum stærðum, sem hingað til hafa
verið fluttar inn frá öðrum löndum.
Sú reynsla, sem þegar er fengin af rúss-
neskum dráttarvélum hér á landi, kváðu
umboðsmenn góða, og töldu þeir, að það
ætti því að vera allra hagur að kaupa þess-
ar dráttarvélar, enda gera Björn & Halldór
h.f. ráð fyrir mjög aukinni sölu á þeim á
næstu árum.
Auk dráttarvéla hefir fyrirtækið einnig
umboð fyrir rússneskar jarðýtur o. fl.
þungavinnutæki, og eru tvær 14 t. jarðýtur
nú í notkun hér á landi, og hafa þær eins
og dráttarvélarnar reynzt ágætlega.
aður er ákaflega þröngur fyrir þessa vöru,
húsmæðurnar vilja hvorki heyra né sjá
að kindakjöt sé matur, það er ekki í tízku
lengur að matreiða kindakjöt og matvenj-
ur eru ekki auðveldar viðureignar. Látið
er í það skína, að vonandi sé hægt að breyta
um matvenjur og kenna húsmæðrunum að
meta lambakjöt til matreiðslu, en létt sé
það ekki né neitt áhlaupaverk.
Gotland er það landsvæði, sem alltaf
hefur haft talsvert sauðfjárhald og sauð-
kindin er í skjaldarmerki eyjarinnar. Skil-
yrði til sauðfjárhalds eru álíka á Eylandi
og þar er fé nú að fjölga verulega.
Eylandsféð hefur verið til umræðu um
alla Svíþjóð. Það færðist í aukana eftir
1950 og hefur staðið yfir síðan orðaskak
milli náttúruverndarráðs og sauðfjár-
eigenda vegna gróðurvarnarmála. Svo er
sagt, að aukið sauðfjárhald þar á eynni
hafi í för með sér viss vandamál, en þar
sé einnig um að ræða efnahagsleg atriði,
og þau verði þó að taka til greina, ef byggja
og nytja skal landið, enda þótt eigi megi
nytja það á þann hátt að til eyðingar horfi.
í grein um þetta efni er frá því greint,
að þótt frá vissu sjónarmiði megi leggja
fénu nokkuð til lasts í gróðureyðingarefn-
um, sé það líka staðreynd, að það stuðli á
vissum sviðum að landbótum. Það er talin
staðreynd, að runnagróður mundi leggja
undir sig graslendin, ef sauðféð héldi hon-
um ekki í skefjum. Um leið er það fullyrt,
að þessi búskapargrein muni skapa veru-
legan efnahagslegan þátt í tilveru fólksins,
sem byggir eyna, því að ýmsir þeirra, sem
nú auka sauðfjárhald þar, séu virkilega
sauðfjárræktarmenn. Er um þetta vitnað í
annarri grein í sama blaði þar sem rætt er
við ungan bónda, sem byrjaði með 50 ær
fyrir fáum árum og fékk þá 1,1 lamb eftir
ána en nú hefur hann 100 ær og fékk 2 lömb
eftir hverja á s. 1. vor. Að vísu voru vanhöld
á lömbum talsverð en samt fékk hann góðar
afurðir eða 170 lömb eftir 100 ær og meðal-
skrokkþungi á blóðvelli í haust var 15 kg
eða 25,5 kg kjöt eftir ána.
F R E Y R
451