Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 31

Freyr - 01.09.1971, Side 31
Húsmœðraþáttur RAUÐIR HUNDAR Eftirfarandi grein birtist hér í þýðingu Bjarna Bjarnasonar, læknis, en hún hafði áð- ur birtzt í tímaritinu Todays Health. Mikil- vægi efnisins varðar alþjóð en þó fyrst og fremst verðandi mæður. — Ritstj. Við bjart ljósið í fæðingarstofunni sáust greinilega stórir, purpurarauðir flekkir á andliti og kropp hins nýfædda stúlkubarns. Þetta voru rauðir hundar, um það var ekki að villast. Þá þegar var hins vegar ekki hægt að gera sér grein fyrir, hvort barnið væri með heilaskemmdir, en það var smá- vaxið og veiklulegt. Um leið og læknirinn leit í augu barnsins, var honum ljóst að það var með græna starblindu. Að nokkrum dögum liðnum kom í ljós einkenni blóð- rásartruflanar. Læknarnir fundu galla á æð við hjartað, sem voru lagaðir. Þá hófst langur biðtími. Barnið varð að vera vikum saman á spítalanum til eftirlits. En hver var orsök sjúkdómsins? Veira, eða hvað? Já, veira, sem því miður er alltof oft á ferðinni. Á fyrsta mánuði meðgöngu- tímans fékk móðir barnsins rauða hunda (Rubeola). Það var ekki mikill útsláttur með sjúkdómnum, aðeins nokkrir bólgnir eitlar aftan til á hálsinum og nokkrir Ijós- rauðir flekkir. En eins og læknirinn óttað- ist, hafði veiran komizt inn í fylgjuna, smitað barnið og valdið alvarlegum skemmdum á æðum þess og augum. En það þótti ekki minnsta ástæða til neins ótta af þessu tagi útaf litlum dreng, sem var ný- fæddur í sjúkrahúsi skammt frá þessu. Fyrstu dagan eftir fæðinguna virtist allt vera með eðlilegum hætti hjá drengnum, en svo myndaðist hjá honum grá star- blinda og hann veiktist af alvarlegri lifra- bólgu. Læknarnir tóku þá sýni og fundu rauðhundaveirur í hálsi drengsins. Móðir þessa barns hafði hvorki fengið útslátt né önnur sjúkdómseinkenni um meðgöngu- tímann, en samt sem áður hafði hún fengið rauða hunda í byrjun hans. Sjúkdómurinn var svo vægur, að hvorki hún né læknirinn höfðu haft minnsta grun um hann. Þrátt fyrir það höfðu veirur flutzt yfir á barnið og valdið hörmulegum afleiðingum. Því miður var ekkert óvenjulegt við þessi til- felli, þau voru rétt eins og gekk og gerðist þegar mikli rauðhundafaraldurinn gekk yfir Bandaríkin 1963—1965, sem var einn hinn versti sinnar tegundar um langt ára- bil. Á meðan faraldurinn breiddist frá austurströndinni og alla leið til vestur- strandarinnar, fæddust a. m. k. 3 þús. börn með hörmulegar skemmdir, eins og hjarta- sjúkdóma, andlegan vanþroska, blindu og heyrnarleysi. Auk þess glötuðust næstum jafn mörg mannslíf vegna fósturláta og fæðingar fyrir tímann. Allt fram að þessu hefur verið búizt við nýjum faraldri í byrj- un næsta árs (1971). Harmleikurinn getur endurtekið sig ef ekkert verður gert til að stöðva hann. Ör- uggt og áhrifaríkt bóluefni gegn rauðum hundum hefur verið búið til af vísinda- mönnum í hópstarfi. Ónæmisaðgerðir á miklum fjölda drengja og stúlkna mun stöðva faraldurinn áður en hann brýzt út og bjarga þúsundum barna frá örkumlum og dauða af völdum rauðra hunda. Bólu- efnið verður senn fáanlegt og allir starf- andi læknar geta pantað það. Bráðabirgða- takmark Bandaríkjanna er að stöðva far- aldurinn, sem nú er gert ráð fyrir, en fram- tíðaráform eru að bólusetja 50—70 milljón- ir barna á 5 árum. Heilbrigðisyfirvöldin telja, að með þessu verði rauðum hundum að mestu útrýmt árið 1975. Konur, sem eru F R E Y R 379

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.