Freyr - 01.09.1971, Qupperneq 26
um eftirlaun samkvæmt II. kafla laga
nr. lOI 1970 um Lífeyrissjóð bænda
1. gr.
Eftirlaun skiptast í ellilífeyri og maka-
lífeyri.
Þeir, sem verið Inafa bœndur á lögbýlum
og átt þar lögheimili, eiga rétt á ellilífeyri
samkvæmt 4. gr., enda uppfylli þeir öll
eftirtalin skilyrði:
a. séu fæddir árið 1914 eða fyrr.
b. hafi náð 70 ára aldri og látið af búskap.
c. hafi verið bændur á lögbýlum í árslok
1967 og átt þar lögheimili.
d. hafi áunnið sér réttindatíma samkvæmt
3. gr.
Nú fellur bóndi, sem uppfyllt hefur skil-
yrði 2. málsgr., frá eftir 31. desember 1969,
og skal þá eftirlifandi maki eiga rétt á
makalífeyri samkvæmt 4. gr., enda hafi
hinn látni áunnið sér a. m. k. 5 ára rétt-
indi samkvæmt 3. gr., liinn eftirlifandi
maki sé eigi yngri en 35 ára við fráfall
bóndans, hjónabandið hafi staðið a. m. k.
5 ár og verið stofnað, áður en sjóðfélaginn
náði 60 ára aldri. Sambúð veitir sama rétt
og hjúskapur, enda hafi skilyrðum 21. gr.
laga nr. 101 1970 um Lífeyrissjóð bænda
um tilkynningu til sjóðsins verið fullnægt.
Því aðeins skal tekið tillit til óvíqðrar sam-
búðar, sem átt hefur sér stað fyrir árslok
1970, að skrifleg tilkynning hafi borizt frá
hlutaðeigandi bónda fyrir lok júnímánað-
ar 1971, þar sem tilgreint sé, hve lengi sam-
búð hefur staðið.
Heimilt er stjórn sjóðins að víkja frá
skilyrðum þessarar greinar um lögheimili,
ef hlutaðeigandi bóndi hefur haft meiri
hluta tekna sinna af búvöruframleiðslu.
2. gr.
Við ákvörðun um, hvort umsækjandi um
ellilífeyri eða sá, sem umsókn um maka-
bætur er tengd við, telst bóndi á lögbýli
eða hafa látið af búskap, skal að jafnaði
farið eftir ábúendaskrá Landnáms ríkisins.
Nú færir umsækjandi rök að því, að ekki
hafi verið um rétta eða fullnægjandi
skráningu að rœða hjá Landnámi ríkisins,
og skal þá stjórn sjóðins úrskurða um líf-
eyrisréttindi með hliðsjón af skattafram-
tölum, landbúnaðarskýrslum og öðrum
gögnum, er máli geta skipt. Á sama hátt
skal stjórnin taka skráningu til athuganar
og úrskurðar, ef gögnum ber ekki saman
eða hún telur af öðru tilefni ástæðu til að
œtla, að skráning hafi verið ófullnœgjandi
eða röng.
3. gr.
Til réttindatíma skal reikna þann tíma frá
og með áriu 1955, sem hlutaðeigandi hefur
verið bóndi á lögbýli og átt þar lögheimili
eftir 55 ára aldur.
Réttindatími reiknast í mánuðum frá 1.
janúar 1955 eða 1. næsta mánaðar eftir, að
55 ára aldri er náð, eftir því, sem við á,
til loka þess mánaðar, er látið er af bú-
skap. Ef ekki er Ijóst, á hvaða tíma árs
bóndi hefur látið af búskap, skal miðað við
31. maí. Búskapartími eftir 70 ára aldur
reiknast með réttindatíma, en þó getur
samanlagður réttindatími aldrei orðið
lenqri en 20 ár.
Heimilt er stjórn sjóðsins að víkja frá
skilyrði 1. málsgr. um lögheimili, sbr. síð-
ustu málsgr. 1. gr.
Nú heldur kona áfram búskap að bónda
'sínum látnum og tekur ekki makalífeyri,
og er þá heimilt að reikna henni réttindi
fyrir tíma, er maður hennar var skráður
fyrir búinu, enda hafi hún sjálf verið bóndi
a. m. k. 5 ár eftir fráfall hans. Þó skal sá
374
F R E Y R