Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1975, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.1975, Blaðsíða 6
brögS til aS forða landbúnaðinum og þjóð- inni frá því tjóni, sem hún verður fyrir þeg- ar óþurrkasumrin koma. — Reynslan sýnir að þau koma alltaf af og til, aðeins með mislöngu millibili, og misslæm. Með markvissum leiðbeiningum og með því að beina þannig lánum og framlögum mætti örugglega auka öryggið í fóðurverk- uninni. * * * Grein Helga Hallgrímssonar er athyglisverð fyrir bændur. All mikill áróður hefur verið hafður uppi gegn framræslu lands og hafa margir farið þar offari. Náttúruverndarmenn hafa réttilega bent á að varast ber að ræsa fram allt votlendi hollt og bolt. Það hefur hins vegar á það skort að þeir gætu bent á þau svæði, sem mest gildi hafa og helst ber að varðveita. Úr þessu hefur nú verið bætt með gerð „votlendis skrár“. Líklegt er að góð sam- vinna geti nú tekist á milli viðkomandi bænda og náttúruverndarmanna. Leiðrétting... Eftirfarandi ábending varðandi texta undir forsíðumynd á næst síðasta blaði barst frá Kristni Sigmundssyni, Arnarhóli Kaupangs- sveit. Myndin er eins og Kristinn bendir á af bæjum í Kaupangssveit en á henni sér yfir land Staðarbyggðar, en þessir sveitar- hlutar eru í Öngulstaðahreppi. Kristni þakka ég fyrir ábendinguna. — Ritstj. Arnarhóli 18/7 ’75. Hr. ritstjóri, Mér varð rétt í þessu litið á forsíðumynd Freys, nr. 11—12. Hún er ekki úr Staðar- byggð, svo sem undir henni stendur, held- ur suðurhluta Kaupangssveitar. Staðar- byggð heitir á milli Þverár ytri og syðri. Bærinn næst veginum er Ytri-Hóll I., en lengra frá Ytri-Hóll II. til vinstri, Syðri-Hóll til hægri, og Garðsá í minni Garðsárdals í baksýn. Með bestu kveðju, Kristinn Sigmundsson. Tilkynning frá stofnlánadeild landbúnaöarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1976 skulu hafa borist Stofn- lánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunaptar, skýrsla um burekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. ^ÉbCNAÐARBANKI Reykjavík, 20. ágúsl 1975. \£\ J ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins. 302 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.