Freyr - 01.08.1975, Blaðsíða 7
GÍSLI KRISTJÁNSSON:
Búfé og fúður
1972-74
Meginforsenda þess, að bændur geti nýtt
arfgenga eiginleika búfjárins, er að það sé
fóðrað á öllum tímum svo sem framleiðslu-
geta þess leyfir.
Enn eru til raddir sem segja: „Það er
engin furða þó að kýrin mjólki eins og
henni er gefið. Hún þarf fóðrið sitt“. Yirki-
lega er það svo, að enn er til fólk, sem ekki
veit, eða vill ekki vita, að framleiðsla getur
ekki orðið til af engu. Það er hlutverk
búfjár okkar að breyta í afurðir því grasi,
sem á jörðinni grær, og öðrum þeim jurt-
um, sem þar vaxa og ekki verða notaðar
til manneldis, en þurfa að fara um melting-
arvegu skepnanna og taka efnaskiptum til
þess að verða að kjöti og mjólk, smjöri og
skinni og ull og hvað það nú heitir og allt
það, sem nýtt er og nytjað af skepnunni.
Til þess að eiga nægan forða vetrarlangt
er grasi safnað að sumri, það verkað sem
þurrhey eða vothey, helst hvorutveggja og
að vetri sótt daglega í hlöðurnar og flutt á
jöturnar.
í hlöðunum er fóðrið mælt og metið á
hverju hausti samkvæmt lögum um þau
efni, búfjárrœktarlögunum. Mál þess og
mat er framkvæmt af þar til völdum mönn-
um, forðagœslumönnum, sem kjörnir eru
af sveitarstjórnum og er þar um trúnaðar-
starf að ræða, sem raunar er traustur horn-
steinn í hagrænum árangri búskapar hvers
einasta bónda. Þar þarf að vera samvinna
forðagæslumannsins og bóndans um að á-
kvarða gildi og magn þess fóðurs, sem
mælt er og metið og nægja skal til vetrar-
forða.
❖ ❖ *
Allir vita og þekkja, að árferðið hefur mjög
mikil áhrif á fóðurþörf og fóðurnotkun.
Hið góða sumar, sem hófst í apríl 1974,
hafði í för með sér ágætan gróður í maí,
en hann sparaði húsvist og innifóðrun allra
skepna og af því leiddi að fyrningar heyja
urðu meiri en líklega hefur skeð nokkru
sinni í sögu þjóðarinnar. Þetta kom í góðar
þarfir á síðasta vetri (1974—-75) þar eð
innistaða búfjár varð lengri en venjulega
og fóðureyðsla eftir því svo að mjög gekk
á allar birgðir á nýliðnu vori.
Af skýrslunni, sem hérmeð fylgir yfir
búfé og fóðuröflun, samkvæmt talningu og
mælingu um síðastliðin áramót, má sjá, að
aukning bústofns hefur verið nokkur frá
fyrra ári, einkum fjölgaði sauðfé og hross-
um, en nautpeningi fækkaði lítilsháttar.
Tölurnar í töflunni sýna, að sauðfjárfjölg-
unin nam um 17.000 og hrossum fjölgaði
um meira en 3000 frá fyrra ári, en naut-
peningi fækkaði um nálægt 800 og var þar
aðeins um að ræða fækkun ungviðis.
En svo voru það birgðirnar. Það er gott
303
F R E Y R