Freyr - 01.08.1975, Síða 8
að eiga fóðurforða afgangs frá hagstæðum
árum. Það hefur alla tíð reynst svo, allt
frá dögum Egypta. Mögru kýrnar hafa það
til að gleypa þær feitu. Meginþorri fyrn-
inganna hefur eyðst á liðnum vetri.
Magn aflaðra heyja var, samkvæmt mæl-
ingu, 3,43 milljónir m;l 1973 en 3,31 milljón
m3 sumarið 1974 og er þá miðað við þurra
töðu. Um útheysöflun er að segja, að hún
er því nær engin orðin og réttast að telja
hana ekki oftar sér á skýrslum, þar sem
aðeins er um að ræða brot úr % af saman-
lögðum fóðurfeng.
Og svo er það votheyið, sem einnig var
verkað í minni mæli en flest ár eða öll að
undanförnu. Því réði vafalaust hin ágæta
heyskaparveðrátta, sem ríkti um megin-
hluta landsins lengst af um sláttinn. Hey-
þurrkun gekk með ágætum víðast og löng-
um svo, að bændur hafa tjáð, að þeir minn-
ist varla jafn hagstæðs veðurfars til hey-
þurrkunar. Það hafði svo í för með sér góð
og ágæt hey, sem að fóðurgildi voru víðast
óvenjuleg. Af fóðurgildisrannsóknum, sem
gerðar voru, sýndi það sig, að meðaltaða
ársins var svo góð að ekki þurfti nema 1,7
—1,8 kg í hverja fóðureiningu, en meðal-
talið höfum við jafnan talið um 2 kg. (Sam-
kvæmt efnagreiningum hefur að meðaltali
þurft 1,9 kg í FE). Til voru dæmi þess, að
fóðurgildið var svo mikið, að aðeins þurfti
1,4 kg í einingu.
Af þessum tölum og svo þeim, sem sýndu
magn heyja í m3, mátti ráða, að hver m3 í
hlöðu væri allt að 10% næringarauðugri en
í meðalári, en samanlagður virtist fóður-
fengurinn um það bil 4% minni að rúm-
metratölu en árið 1973. Mismunurinn ætti
því að gefa til kynna meira fóðurgildi en
fyrr, en vera má að þungi í hverjum m3 í
hlöðu hafi verið ofmetinn vegna þess að
heyið hafi verið laust, á því eru nokkrar
líkur þegar verkun þurrheysins er sérlega
góð eins og víðast var sumarið 1974. En að
öllu samanlögðu er það víst, að í hlöðum og
stökkum hefur gildi fóðuraflans 1974 num-
ið yfir 200 milljónum FE, þar af þurrhey
um 198 milljónum FE, og votheyið nálægt
14 milljónum FE. Samkvæmt þessu hefur
votheysgerðin verið aðeins um 7% af sam-
anlögðu fóðurmagni verið verkað sem vot-
hey.
HjörS af Gallowaykyni. — Úr heimkynnum kynsins í hæ3um suívestur Skotlands. — Myndin var tekin þegar
verið var að velja naut vegna fyrirhugaðs innflutnings.
304
F R E Y R