Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1975, Page 12

Freyr - 01.08.1975, Page 12
LÉLEG VERSLUNARMENNSKA. Á þessu sumri hafa veriS haldnir hér fjölmargir alþjóða- fundir og ráðstefnur. Nokkur skemmtiferðaskip hafa haft hér viðdvöl og talsvert af erlendum ferðamönnum hafa heimsótt landið. Útlendingar kaupa gjarnan einhverjar minjavörur í þeim löndum er þeir sækja heim. Efst á vin- sældalista hér eru prjónavörur úr íslenskri ull í sauðalit- um og sitja lopapeysur þar í fyrirrúmi. Enda fór svo í sambandi við ráðstefnu norrænna búvísindamanna og heimsókn 3ja skemmtiferðaskipa, að birgðir verslana í Reykjavík seldust upp. Við íslendingar erum lélegir versl- unarmenn og viðskiptaþjóð sem dæmin sanna. Við álít- um gjarnan að allar vörur sem koma erlendis frá séu betri og eftirsóknarverðari en það sem við framleiðum sjálfir. Erlendar vörur kaupum við á hvaða verði sem boðið er en gleymum oft verðgildi og réttri verðlagningu á eigin vöru. Sumarið 1974 fór fram víðtæk könnun á hvort ekki væri unnt að borga húsmæðrum meira fyrir hlutdeild þeirra í handunnum ullarvörum. Niðurstaðan varð sú, að verslunaraðilar töldu vöruna ekki seljanlega, ef konur fengju meira greitt fyrir vinnu sína. Síðan hefur orðið breyting á skráningu íslensku krónunnar í hlutfalli við aðra gjaldmiðla. Nú er svo komið að erlendir ferða- menn undrast það háðungarverð, sem er á handunnum íslenskum ullarvörum. Og skyldi engan undra, þegar flík- in, tilbúin í smásölu hér, kostar það sama og hráefnið í hana erlendis. Ég fæ ekki skilið að verðgildi í lopapeysu hafi breyst gagnvart erlendum gjaldeyri frá því í fyrra, þótt ísl. krónan sé nú minna virði. Því er hlálegt hjá gjaldeyrisþurfandi þjóð að selja erlendum ferðamönnum peysuna nú á sama verði og í fyrra, þegar raungildi krónunnar er aðeins hálft á við þá. Það er engin furða þótt erlendum gestum þyki skrýtið, að listiðnaður ís- lenskra kvenna sé metinn á sama hátt og fangavinna meða! stórþjóðanna. Hér er áreiðanlega athugunar þörf fyrir stjórnvöld og ráðuneyti að vinna að til úrlausnar. EF RÉTT VÆRI AÐ FARIÐ FENGJUST NÓGIR INNLENDSR STAURAR. Verð á innfluttum girðingarstaurum hefur stigið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir það reyna inn- lendir aðilar að halda niðri verði á rifnum rekastaurum, Framh. á bls. 317. 308 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.